Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 21
Mói – A Breath Away
Mói
Komdu með í ferðalög um heiminn
Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um
heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og
heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir á
RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD-leigunum og
hér eru þættir 46 til 52 í seríunni.
Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru
byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs
Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út
árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda.
Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna
birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um
sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti
sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi
siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11 mínútur að lengd.
88
VOD
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga
Útgefandi: Myndform
15. febrúar
Barnaefni
Föst í dauðagildru
Íbúar Parísar eiga dag einn fótum fjör að
launa þegar dularfull, eitruð rykþoka sem
enginn veit hvaðan kemur leggst skyndi-
lega yfir borgina með þeim afleiðingum að
stór hluti íbúanna lætur lífið.
VOD
Vísindaskáldsaga
90
mín
21. febrúar
Aðalpersónur A Breath Away eru hjónin Math-
ieu og Anna sem ásamt veikri dóttur sinni
sleppa við eituráhrif þokunnar vegna þess að
þau búa fyrir ofan það svæði sem þokan nær
upp í. Það breytir því þó ekki að þau eru föst
þar og hafa ekki vistir nema til nokkurra daga.
Þar sem þokan virðist ekki ætla að hverfa á ný
verða þau því að finna leið til að ferðast eftir
húsþökunum og freista þess að einhvers
staðar í jaðri borgarinnar finni þau leið til að
komast niður. Þetta verður samt enginn leikur
því fjöldi annarra er í svipuðum sporum og
því er óhjákvæmilegt að komi til árekstra sem
gætu orðið jafnhættulegir og þokan sjálf ...
Punktar ...............................
A Breath Away, eða Dans la brume eins og hún
heitir á frummálinu, hlaut fyrstu verðlaun sem
besta myndin á Fantasíu-kvikmyndahátíðinni í
Montreal í Kanada í fyrra.
l
Aðalhlutverk: Romain Duris, Olga Kurylenko, Fantine
Harduin, Michel Robin og Réphaël Ghrenassia Leikstjórn:
Daniel Roby Útgefandi: Sena
Ben Affleck hélt jakkanum þétt að sér í Los
Angeles 17. janúar þegar hitinn fór niður í um
15 gráður, en það þykir mjög kalt á þessum
slóðum. Sennilega hefur bleytan ekki hjálpað.
Myndir mánaðarins
21