Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 20

High-Rise – Belleville Cop Lokaðu veröldina úti Robert Laing er hæstánægður með nýju íbúðina sína sem er á 24. hæð nýs háhýsis þar sem íbúum er boðið upp á alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að komast af. Smám saman fara þó gallar á þessu fyrirkomulagi að koma í ljós. Það mætti flokka þessa mynd sem sálfræðitrylli, vísindaskáldskap, hryllingsskotið drama eða jafnvel farsa, allt eftir því hvernig litið er á málin. Við kynnumst hér Robert Laing sem flytur í háhýsi þar sem séð er fyrir öllum þörfum íbúanna, þ. á m. verslunum, heilsugæslu, banka og skóla – sem gerir það að verkum að íbúarnir þurfa ekki að fara út úr húsi framar. Í fyrstu lítur þetta vel út en eftir því sem á líður fara margir gallar við einangrunina að koma í ljós sem reyna á mannskapinn ... Punktar .................................................................. HHHHH - Globe and Mail HHHHH - Film Stage HHHHH - Salon HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Telegraph HHH 1/2 - Los Angeles Times Leikstjóri High-Rise er hinn marg- lofaði Ben Wheatley sem á m.a. að baki verðlaunamyndirnar A Field in England, Sightseers, Kill List, Free Fire og Down Terrace. l Myndin er byggð á samnefndri skáld- sögu J.G. Ballards sem kom út árið 1975 og vakti gríðarlega athygli eins og reyndar flestar bækur hans sem tengdust vísindaskáldskap. l 119 VOD mín A.hl.: Tom Hiddleston, Jeremy Irons, Sienna Miller og Luke Evans Leikstjórn: Ben Wheatley Útgefandi: Myndform 15. febrúar Sálfræðitryllir Fyrir utan þá sem nefndir eru í kreditlistanum hér til vinstri fara fjölmargir þekktir leikarar með misstór aukahlutverk í myndinni. l Tom Hiddleston leikur Robert Laing sem lendir í furðulegum aðstæðum þegar hann flytur inn í nýja íbúð sína í lúxusháhýsi. Brostu. Baaba er mættur í bæinn. Þegar æskuvinur lögreglumannsins Sebastians „Baaba“ Bouchard er myrtur af glæpamönnum í Miami kemur ekkert annað til greina fyrir hann en að skella sér vestur yfir haf og ganga á milli bols og höfuðs á þeim seku. Belleville Cop er fyrir þá sem gaman hafa af frönskum húmor og ekki skemmir fyrir að hér er skemmtilegum hasar blandað saman við þannig að úr verður eld- fjörug atburðarás frá upphafi til enda. Baaba, sem hefur allan sinn aldur haldið til í Belleville-hverfinu í París þar sem hann þekkir hvern krók og kima, býr yfir miklum bardagahæfileikum og er í ofanálag góð skytta, en hvort tveggja hefur komið sér einkar vel eftir að hann gerðist lögreglumaður. En Miami er allt annar staður en Belleville og spurningin er hvort aðferðirnar sem Baaba hefur notað á heimavelli dugi einnig í baráttu við harðsvíraða eiturlyfja- kónga í Bandaríkjunum. Við sjáum til, en Baaba er alltaf bjartsýnn ... VOD 133 mín A.hl.: Omar Sy, Luis Guzmán, Biyouna, Franck Gastambide, og Julie Ferrier Leikstj.: Rachid Bouchareb Útg.: Myndform Gamanmynd/hasar 20 Myndir mánaðarins 15. febrúar Þegar Baaba kemur til Miami gengur hann í lið með löggunni Ricardo Garcia (Luis Guzmán) sem er öllum hnútum kunnugur í borginni en vill, öfugt við Baaba, helst vinna eftir bókinni.