Myndir mánaðarins MM Desember 2019 Bíóhluti | Page 15

Bíófréttir – Væntanlegt Með titilhlutverk myndarinnar fer kínverska stórstjarnan Yifei Liu sem er þekkt fyrir allt í senn, leik, tónlist og fyrirsætustörf. Mulan í mars Næsta mynd í svokölluðum „live- action“-myndaflokki frá Disney, þar sem byggt er á eldri teiknimyndum fyrirtækisins eins og t.d. var gert í Lion King, Maleficent, Beauty and the Beast og fleiri vinsælum myndum, er sagan um kínversku alþýðuhetjuna Hua Mulan sem dulbjó sig sem strák til að geta farið í stað föður síns í herinn og hjálpað til við að verjast innrás Húna. Teiknimyndin kom út árið 1998 og er af mörgum talin á meðal bestu mynda Disney fyrr og síðar. Með titilhlutverk myndarinnar fer kínverska stórstjarnan Liu Yifei sem er þekkt á meðal almennings í Kína sem „álfkonusystir“ vegna unglegs útlits, en hún er fædd 25. ágúst árið 1987 og er því upp á dag jafngömul leikkonunni Blake Lively. Sagan um Mulan er mikil hetjusaga sem hefst þegar Húnar undir forystu Bori Khan gera innrás í Kína, sumpart til að vinna land en samt aðallega vegna þess að Bori Khan vill koma fram hefndum á keisaranum fyrir að hafa drepið föður hans. Til að verjast innrásinni krefst keisarinn þess að hver einasta fjölskylda landsins sendi einn karlmann í stríðið og þar sem faðir Mulan er bæði gamall og veikburða og bróðir hennar enn bara barn ákveður hún að dulbúa sig sem karlmann og fara í þeirra stað. Næstu tólf árin ávinnur hún sér svo virðingu fyrir einstakar hetjudáðir í baráttunni við Bori Khan og menn hans en tekst samt ætíð að leyna því að hún sé kona. Myndin verður ekki frumsýnd fyrr en í lok mars en fyrsta stiklan er komin á netið og lofar góðu eins og allar myndir frá Disney. Leikstjórinn Sam Mendez ásamt leikurunum Dean-Charles Chapman og George MacKay við tökur á myndinni 1917. Og svona í lokin ... ... viljum við minna á fjórar myndir sem við höfum fjallað um áður hér í blaðinu og verða frumsýndar í janúar. Skal þar fyrst nefna nýjustu mynd leikstjórans Sams Mendez, 1917, sem fjallar um sannkallaða hættuför tveggja hermanna yfir víglínuna í fyrri heimsstyrjöldinni, myndina Queen & Slim eftir Melinu Matsoukas sem hefur hlotið mjög góða dóma margra gagnrýnenda, grínfars- ann Jojo Rabbit eftir nýsjálenska leikstjórann og húmoristann Taika Waititi og svo ærsla- og fjölskyldumyndina Playing With Fire sem fjallar um nokkra slökkviliðsmenn sem neyðast til að gerast barnfóstrur um stund og fer það verk ekki beint vel úr hendi. Að því skrifuðu óskum við svo bara lesendum okkar gleðilegra jóla og minnum aftur á að næsta blað kemur út á milli jóla og nýárs. Bardagaatriðin í Mulan eru bæði mörg og mikilfengleg. Myndir mánaðarins 15