Myndir mánaðarins MM Desember 2019 Bíóhluti | Page 14

Bíófréttir – Væntanlegt Þeir John Thornton og Buck verða fljótlega nánir og góðir vinir enda sér John það strax að Buck er enginn venjulegur hundur. Hinn leyndi þráður ... Ævintýraunnendur eiga von á góðu 21. febrúar þegar myndin The Call of the Wild verður frumsýnd en hún er byggð á samnefndri smásögu Jacks London sem kom út árið 1903 og er fyrir löngu orðin sígild. Leikstjóri er Chris Sanders sem gerði m.a. teiknimyndirnar Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon og The Croods og með aðalhlutverk hinna mennsku fara þau Harrison Ford, Karen Gillan, Bradley Whitford, Dan Stevens, Wes Brown og hinn franski Omar Sy. Aðalkarakter myndarinnar er samt hundurinn Buck sem í upphafi sögunnar lifir hamingjuríku lífi sem vel metið gæludýr dómarans Millers og fjölskyldu hans í Santa Clara-dalnum í Kaliforníu. Klondike-gullæðið er nýhafið og því fylgir mikil eftirspurn eftir sleða- og dráttarhundum enda þurftu þeir sem vildu fara til Klondike að taka með sér minnst tonn af mat og öðrum nauð- synjavörum. Svo fer að Buck er stolið af óprúttnum mönnum sem selja hann síðan í ánauð sem dráttarhund gullgrafara. Eftir mikið harðræði sem gengur mjög nærri Buck tekst honum loksins að sleppa úr prísundinni með aðstoð góðhjartaðs manns að nafni John Thornton. Upp frá því gjörbreytist líf þeirra beggja til hins betra og Buck á eftir að sanna að hann er engum öðrum hundi líkur þegar hann verður leiðtogi allra hunda og úlfa á svæðinu. Buck og öll önnur dýr í The Call of the Wild eru tölvuteiknuð og geta áhugasamir séð hvernig sú nákvæmnisvinna lítur út í tveim- ur stiklum úr myndinni sem komnar eru á netið. Myndin er tekin upp í Vestur-Kanada, þ. á m. þar sem atburðir hennar gerast í Klondike í Youkon-héraðinu. 14 Myndir mánaðarins Jim Carrey mætir aftur á hvíta tjaldið eftir langa fjarveru sem hinn illi og lævísi Ivo Robotnik sem lumar á lúmsku plani. Broddgöltur á flótta Það kannast allir tölvuleikjaunnendur við broddgöltinn Sonic sem hefur verið aðalkarakter tölvuleikjaframleiðandans Sega allt frá 1991 þegar hann kom fyrst fram. Lengi hefur staðið til að gera bíómynd um Sonic og þann 14. febrúar verður draumurinn að veruleika þegar Sonic the Hedgehog verður frumsýnd. Í myndinni kemur Sonic á harðaspani til jarðar á flótta undan geimverum sem vilja klófesta hann til að komast yfir leyndarmálið að hraðanum sem hann ræður yfir en Sonic getur hreyft sig og hlaupið á a.m.k. hljóðhraða. En þetta er eins og að stökkva úr öskunni í eldinn því þegar fréttist af jarðarkomu broddgaltarins fráa er hinn illa innrætti Ivo Robotnik (Jim Carrey) strax sendur út af örkinni til að klófesta hann. Það sem yfirmenn Ivos vita ekki er að hann hefur síður en svo í hyggju að skila Sonic til þeirra heldur ætlar hann að nota hann til að ná sjálfur alheimsyfirráðum. Hvort sú áætlun gangi eftir kemur í ljós.