Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 38
Hefurðu séð þessar?
Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum
Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið
38
The Spy Who Dumped Me Ant-Man and the Wasp
Drakúla greifi er mættur aftur ásamt
dóttur sinni, eiginmanni hennar og bestu
vinum þeirra og halda þau nú suður á
bóginn þar sem fjörug skemmtisigling
bíður þeirra. Hugmyndin er að slaka nú
almennilega á í tunglskinsblíðunni og til
að byrja með virðist það ætla að takast.
En svo kemur babb í bátinn. Áhorfendur sem vilja sjá fjörugan
grínhasar ættu ekki að láta The Spy Who
Dumped Me fram hjá sér fara þar sem
tvær af vinsælustu leikkonum Bandaríkj-
anna, Mila Kunis og Kate McKinnon,
þurfa að snúa bökum saman í baráttu við
óþjóðalýð eins og leigumorðingja og
annað hyski sem vill þær feigar. Ant-Man and the Wasp gerist um
tveimur árum eftir atburðina í Captain
America: Civil War og Scott Lang, sem
við þekkjum betur sem Ant-Man, er enn
í því stofufangelsi sem hann var
dæmdur í vegna afskipta sinna af þeim
átökum. En þegar Hank Pym þarf á ný á
hjálp hans að halda kemur ekkert annað
til greina en að brjóta skilorðið.
Teiknimynd Gamanmynd Ævintýri/ofurhetjur
A Bad Moms Christmas Skyscraper The Equalizer 2
Eftir litlu einkauppreisnina sem vinkon-
urnar þrjár stóðu fyrir í síðustu mynd
gegn kröfunum sem samfélagið gerir til
mæðra eru að koma jól. Álagið eykst
smám saman með tilheyrandi stressi
sem batnar ekki þegar mæður þeirra
koma í heimsókn og vilja að sjálfsögðu
hafa allt jólahaldið í röð og reglu! Þegar árás er gerð á hæstu byggingu
heims í Hong Kong og skæður eldur
brýst út ofarlega í henni lendir
öryggisvörðurinn Will Sawyer í kapp-
hlaupi við að hreinsa nafn sitt af árásinni
um leið og hann þarf að bjarga eiginkonu
sinni og tveimur börnum sem eru
afkróuð í turninum – fyrir ofan eldhafið. Robert McCall heldur áfram að útdeila
sínu eigin réttlæti til þeirra sem gerast
sekir um glæpi gegn samborgurum
hans og hikar ekki við að senda þá yfir
móðuna miklu ef þeir sýna mótþróa.
Þegar góð vinkona hans er myrt kemur
því ekkert annað til greina en að finna
þá seku og láta þá gjalda fyrir þá gjörð.
Gamanmynd Spenna/hasar Spennumynd
Tag Leave No Trace Björgum Sveinka
Tag er af mörgum talin ein besta og
fyndnasta gamanmynd ársins 2018 en
hér er saman kominn stór hópur af
frægum leikurum sem eru ekki hvað síst
þekktir fyrir góðan húmor. Sagan er
stórskemmtileg og byggir á sannri sögu
nokkurra félaga sem gátu ekki hætt að
leika sér í eltingarleik! Leave No Trace er ein af perlum ársins en
hún þykir einstaklega vel gerð, mjög
áhrifarík og frábærlega leikin, ekki síst af
aðalleikurunum Ben Foster og hinni
ungu Thomasin McKenzie sem þykir
minna mjög á Jennifer Lawrence þegar
hún var að stíga sín fyrstu skref í leiklist.
Þetta er mynd sem allir ættu að sjá. Bernharð er einn af aðstoðarálfum
jólasveinsins og reynir hvað hann getur
að koma að gagni með uppfinningum
sínum þótt það gangi stundum
brösuglega. En þegar hinn gráðugi
Neville og móðir hans Vera ræna
jólasveininum fær Bernharð kærkomið
tækifæri til að sýna hvað í sér býr.
Gamanmynd Drama Teiknimynd
Draumur Össi Mile 22
Þessi stórskemmtilega, tölvuteiknaða
mynd sækir efnið í ævintýri sem allir
þekkja og er framleidd af sömu aðilum
og gerðu Shrek-myndirnar. Þetta er mjög
fyndið og hæfilega spennandi ævintýri
fyrir yngri kynslóðirnar og inniheldur
myndin einnig mjög skemmtilega og
fjöruga tónlist sem allir kunna að meta. Össi er lítill hundur sem hefur alist upp í
góðu yfirlæti hjá fjölskyldu sem lítur á
hann sem einn af henni. Það gera hins
vegar ekki allir og þegar fjölskyldan
ákveður að fara í frí til Japans má Össi
ekki koma með. Ákveðið er að senda
Össa á hundahótel sem lofar góðu en
stendur svo ekki undir nafni! Þeir sem kunna að meta harðkjarna
bardaga- og hasarmyndir ættu að kunna
að meta Mile 22 eftir Peter Berg (Patriots
Day, Deepwater Horizon, Lone Survivor,
Battleship, Hancock) með Mark Wahlberg
í aðalhlutverki en hér er um að ræða eina
hröðustu mynd ársins, þar sem hvergi er
slakað á frá byrjun til enda.
Teiknimynd Teiknimynd Hasar
Pétur Kanína Book Club Ocean’s 8
Bíómyndin Pétur kanína, sem er bæði
leikin og tölvuteiknuð, er byggð á sögum
enska barnabókarithöfundarins Beatrix
Potter um hann og fjölskyldu hans sem á
í stöðugum útistöðum við landeigand-
ann herra McGregor, en honum er alveg
meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem
vilja háma í sig uppskeruna hans. Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian
og Carol hafa allar upplifað með
árunum að blossinn í sambandi þeirra
við karlmenn hefur dofnað. Hlutirnir
breytast hins vegar snarlega þegar þær
lesa hina erótísku bók Fifty Shades of
Grey enda fyllir sagan þær allar löngun
til að endurnýja kynni sín af ástinni! Eftir að Debbie Ocean losnar úr fangelsi á
reynslulausn vegna góðrar hegðunar og
loforðs um að skokka mjóa veginn hér
eftir byrjar hún strax að skipuleggja
næsta rán og hóa í samverkakonur sínar
sjö sem óhætt er að segja að séu hver
annarri hæfileikaríkari á hinum ýmsu og
fjölbreyttustu sviðum.
Fjölskyldumynd Gamanmynd Gamanmynd
Steinaldarmaðurinn Chick Lit What They Had
Steinaldarmaðurinn er mjög fyndin
leirbrúðumynd eftir Nick Park, aðal-
höfund myndanna um hrútinn Hrein og
vini hans. Hér segir frá steinaldarungl-
ingnum Dug sem lendir í kröppum dansi
þegar hann þarf ásamt sínu fólki að sigra
bronsaldarkónginn Nooth í knattspyrnu-
leik. Takist það ekki er voðinn vís! Skemmtileg bresk gamanmynd um fjóra
kunningja sem ákveða að bjarga kránni
sinni frá gjaldþroti með því að skrifa bók
í anda Fimmtíu grárra skugga-bókanna.
Bókin slær í gegn en um leið verður til
nýtt vandamál hjá okkar mönnum því
enginn þeirra vill leggja nafn sitt við
söguna. Og þá verða góð ráð dýr. What They Had er gæðamynd eftir
Elizabeth Chomko, en hún er að hluta til
byggð á hennar eigin reynslu. Með
aðalhlutverkin fer úrvalshópur leikara,
þau Hilary Swank, Michael Shannon,
Robert Forster, Blythe Danner, Taissa
Farmiga og Josh Lucas, en segja má að
myndin fjalli um fjölskyldu á krossgötum.
Fjölskyldumynd Gamanmynd Drama
Jurassic World: Fallen Kingdom Breaking In 55 Steps
Nýjasta Jurassic World-myndin, Fallen
Kingdom, gerist um fjórum árum eftir at-
burðina í síðustu mynd en síðan þá hafa
risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni
Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar
eldgos hefst skyndilega á eynni og
ákveðið er að flytja sem mest af risaeðl-
unum upp á fastalandið. Gengur það? Shaun Russell er móðir tveggja barna
sem lendir í æsilegu kapphlaupi við
tímann þegar þrír innbrotsþjófar brjótast
inn í rammgert hús föður hennar og taka
börnin hennar tvö í gíslingu. Til að bjarga
þeim þarf Shaun að taka á öllu sem hún
hefur – og það er mun meira en
innbrotsþjófarnir áttu von á. Sannsöguleg mynd um Eleanor Riese
(Helena Bonham Carter) sem var greind
með geðklofa og aðrar geðraskanir en
sætti sig ekki við að vera gefin lyf gegn
vilja sínum og fékk til liðs við sig
lögfræðinginn Colette Hughes (Hilary
Swank) til að öðlast sjálfsákvörðunarrétt í
þeim málum.
Ævintýri Spenna/hasar Sannsögulegt
Myndir mánaðarins