Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 24

Undir halastjörnu Saga um glæp Kvikmyndin Undir halastjörnu sækir innblásturinn í líkfundar- málið svokallaða sem vakti gríðarlega athygli árið 2004, en það hófst þann 4. febrúar sama ár þegar kafari sem var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum á Neskaupstað fann sundurskorið lík af karlmanni sem hafði verið kastað í sjóinn. Um leið hófst ein umfangsmesta lögreglurannsókn ársins sem leiddi um síðir í ljós að sannleikur málsins var lyginni líkastur. Undir halastjörnu er fyrsta bíómyndin sem Ari Alexander Ergis Magnússon gerir en hann á m.a. að baki heimildarmyndirnar Synd- ir feðranna og Gargandi snilld. Hér er um vel gerða hörkumynd að ræða sem vonandi ekkert íslenskt kvikmyndaáhugafólk lætur fram hjá sér fara, en hún kemur á VOD-leigurnar 13. desember. Undir halastjörnu, sem ber alþjóðlega titilinn Mihkel, er framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni, Kristni Þórðarsyni, Leifi B. Dagfinnssyni og leikstjóranum Ara Alexander sem jafnframt skrifaði handritið. Undir halastjörnu Spenna / Sakamál 101 VOD mín Aðalhlutverk: Tómas Lemarquis, Atli Rafn Sigurðarson, Kaspar Velberg, Paaru Oja, Ingvar E. Sigurðsson og Zlatko Buric Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magnússon Útgefandi: Sena 13. desember Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum sem Bóbó og Jóhann í spennu- og sakamálamyndinni Undir halastjörnu. Á efri myndinni er Kaspar Velberg í hlutverki sínu sem Igor en á meðal annarra leikara er Ingvar E. Sigurðsson sem leikur Skúla. 24 Myndir mánaðarins