Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 17

Slender Man Hver ræður gátuna? Slender Man er hávaxin, grönn, andlitslaus og handleggjalöng vera sem sögð er bera ábyrgð á hvarfi fjölda barna og unglinga. En hvað gengur henni til, hvaðan kemur hún, hvernig nær hún valdi á fórnarlömbum sínum og hvað gerir hún svo við þau? Hrollvekja Slender Man kemur út á VOD-leigunum 6. desember en hún er byggð á sögunum um samnefnda persónu sem fóru á kreik fyrir rúmlega níu árum. Höfundurinn heitir Eric Knudsen, stundum nefndur Victor Surge, og hefur Slender Man síðan komið víða við, bæði í sögum, teikningum, tölvuleikjum og myndböndum. Margir hafa reynt að útskýra tilveru hans og hvað það er sem gerir honum kleift að birtast svo víða sem raun ber vitni. Engum hefur tekist það. Hvort gátan sé ráðin í þessari mynd eða ekki er bara fyrir áhorfendur að uppgötva en eitt er þó alveg ljóst: Hvar sem Slender Man birtist og sama í hvaða formi hann er þá hverfa börn og unglingar ... Punktar .................................................... Þeim sem vilja kynna sér Slender Man betur er bent á netið en þar má finna nánast allt um hann fyrir utan upplýsingar um hvernig hægt er að stöðva hann. Þess utan getur hver sem er lagt honum til bæði hæfileika, útlitsbreytingar og tilgang. Sumir vilja hafa hann í jakkafötum á meðan aðrir vilja hafa hann beran og gráan. Og svo eru það þessir löngu armar ... hvað getur hann gert með þeim? l Slender Man Hrollvekja VOD 91 mín Aðalhlutverk: Joey King, Javier Botet, Annalise Basso, Julia Goldani Telles, Jaz Sinclair, Kevin Chapman, Michael Reilly Burke, Taylor Richardson, Kallie Tabor og Jessica Blank Leikstjórn: Sylvain White Útgefandi: Sena 6. desember Á þeim níu árum sem Slender Man hefur verið á kreiki hefur hann birst í ýmsum myndum, eins og t.d. þessari. Ath.: Þetta er ekki stilla úr myndinni. Myndir mánaðarins 17