Logan Ævintýri / Hasar
Logan
Það er enn tími
Þeir Logan og Charles Xavier , einnig þekktir sem Wolverine og prófessor X , hafa dregið sig í hlé frá skarkala umheimsins og lifa nú rólegu lífi einhvers staðar við mexíkósku landamærin þar sem þeir reyna að láta lítið á sér bera . En þá birtist hin unga Laura Kinney , öðru nafni X-23 , og þar með er friðurinn úti .
Það bíða sjálfsagt margir aðdáendur X-Men-myndanna eftir þessari þriðju mynd um hinn stökkbreytta Wolverine sem er í leikstjórn James Mangold , en hann gerði einnig aðra mynd trílógíunnar , The Wolverine , og á þess utan að baki margar góðar myndir eins og Walk the Line , Girl , Interrupted , Kate & Leopold , Identity og Cop Land .
Logan hefur í nokkur ár reynt að láta lítið fyrir sér fara ásamt Charles Xavier , en dag einn er friðurinn úti þegar ný hætta steðjar að .
Logan Ævintýri / Hasar
Aðalhlutverk : Hugh Jackman , Patrick Stewart , Dafne Keen , Boyd Holbrook , Richard E . Grant og Stephen Merchant Leikstjórn : James Mangold Bíó : Smárbíó , Háskólabíó , Laugarásbíó , Sambíóið Egilshöll , Borgarbíó Akureyri , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó , Skjaldborgarbíó , Sambíóið Keflavík og Bíóhöllin Akranesi
135 mín
Frumsýnd 3 . mars
Punktar ....................................................
HHHH - Empire HHHH - Total Film HHHH - Guardian HHHH - Time Out HHHH - Telegraph HHHH - Variety HHHH - The Hollywood Reporter HHHH - The Verge
l Logan var forsýnd erlendis rétt áður en þetta blað fór í prentun og hlaut samstundis frábæra dóma gagnrýnenda og toppmóttökur almennra áhorfenda , t . d . á Imdb þar sem hún rauk upp í 9,5 í einkunn .
l Þetta er í síðasta sinn sem þeir Hugh Jackman og Patrick Stewart leika þá Logan og Charles Xavier . Um leið er þetta þriðja og síðasta myndin í trílógíunni um Logan en fyrri myndirnar voru eins og flestir vita X-Men Origins : Wolverine ( 2009 ) og The Wolverine ( 2013 ).
l Það hefur vakið mikla athygli að í fyrstu stiklunni úr Logan hljómar lagið Hurt undir í flutningi Johnnys Cash og í stiklu númer tvö hljómar lagið Way Down We Go með íslensku hljómsveitinni Kaleo . Spurður um ástæðu þess að hann valdi þessi tregafullu lög í stiklurnar sagði leikstjórinn James Mangold að það væri einfaldlega lýsandi fyrir andrúmsloft hennar . „ Þessi mynd er mun mannlegri en aðrar X-Menmyndir ,“ sagði hann , „ og til dæmis er notkun grænskjáa og tölvubrellna mun minni en áður í þessum myndum .“
Dafne Keen leikur örlagavaldinn Lauru Kinney , öðru nafni X-23 .
Veistu svarið ? Áður en Hugh Jackman hóf að leika í kvikmyndum var hann orðinn þekktur fyrir leik sinn á sviði , en hann sló m . a . hressilega í gegn árið 1998 í þekktum söngleik þar sem hann lék hinn bjartsýna Curly McLain . Hvað heitir söngleikurinn ?
Stephen Merchant leikur hér hinn stökkbreytta , fyrrverandi holræsisbúa Caliban sem Tómas Lemarquis lék í X-Men : Apocalypse .
18 Myndir mánaðarins
Oklahoma !