11 Minutes Lífið er bara mínútuspursmál
Tale of Tales
11 Minutes – Tale of Tales
11 Minutes Lífið er bara mínútuspursmál
Leiðir nokkurra Varsjárbúa , sem þekkjast lítið sem ekkert , liggja saman í ellefu mínútur , en þær mínútur eiga eftir að breyta lífi þeirra til frambúðar .
11 Minutes er nýjasta mynd pólska meistaraleikstjórans Jerzys Skolimowski sem nú er orðinn 78 ára og á að baki einhvern glæstasta feril allra evrópskra leikstjóra sem fært hefur honum ótal verðlaun og viðurkenningar . Í þessari mynd leikur hann sér að því að leiða saman nokkrar ólíkar persónur sem á sömu ellefu mínútunum upplifa atburði sem eiga eftir að gjörbreyta lífi þeirra og tilveru um aldur og ævi . Þetta er mynd fyrir þá sem vilja sjá óhefðbundna sögu sem reynir á áhorfandann .
Punktar ............................................................................................ HHHH - Screen HHHH - New York Times HHH1 / 2 - RogerEbert . com l 11 Minutes hefur hlotið margvísleg verðlaun , bæði í heimalandinu og á erlendum hátíðum og var tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum . Aðalhl .: Richard Dormer , Paulina Chapko og Andrzej Chyra Leikstj .: Jerzy Skolimowski Útgef .: Myndform
Spennudrama
14 Myndir mánaðarins
VOD
Ævintýri / Drama
VOD
81 mín
6 . janúar
133 mín
Aðalhl .: Salma Hayek , Vincent Cassel , Toby Jones og John C . Reilly Leikstj .: Matteo Garrone Útg .: Myndform
6 . janúar
Írski leikarinn Richard Dormer fer með eitt lykilhlutverkið í myndinni .
Tale of Tales
Flétta af ævintýrum
Kóngar og drottningar , álfar og risar , drekar og flær og nornir og galdrar . Í Tale of Tales er áhorfendum boðið inn í stórfenglegan heim ítalskra ævintýra .
Tale of Tales er fyrsta mynd ítalska leikstjórans Matteos Garrone á ensku , en hann á m . a . að baki myndirnar Gomorra ( 2008 ) og Reality ( 2012 ) sem báðar þykja frábærar og eru hlaðnar verðlaunum . Í Tale of Tales vindur hann sér hins vegar yfir í ítalskan ævintýraheim og það þarf ekki að spyrja að því að myndin sópaði að sér Ítölsku kvikmyndaverðlaununum 2016 þegar átta þeirra féllu henni í skaut af þrettán tilnefningum . Þetta er mynd sem á erindi við marga kvikmyndaunnendur , ekki síst þá sem kunna vel að meta ítalska frásagnargleði og ekta ítalskan húmor .
Punktar ............................................................................................ HHHHH - The Guardian HHHH - The Telegraph HHHH - Time Out HHHH - Screen HHHH - The Hollywood Reporter HHHH - CineVue
l Í Tale of Tales fléttar Matteo Garrone saman þremur ævintýrum úr ævintýrasafni Giambattista Basile ( 1566-1632 ), Pentamerone , en á meðal þekktustu ævintýranna í því safni eru Rapunzel , Þyrnirós og Öskubuska . Sögurnar sem hér eru sagðar heita La Cerva Fatata ( The Enchanted Doe ), La Pulce ( The Flea ) og La Vecchia Scorticata ( The Flayed Old Lady ), en þess ber að geta að Matteo fer bæði frjálslega með þær og bætir þess utan við nokkrum hendingum úr öðrum ævintýrum sem er að finna í Pentamerone .
Salma Hayek leikur drottninguna sem þurfti að borða hjarta úr dreka til að geta eignast barnið sem hún þráði .