Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 DVD/VOD hluti | Page 13

Child Eater Láttu hann ekki ná þér
Maggie ´ s Plan Sumum hlutum er betra að skila en henda
Child Eater – Maggie ´ s Plan
Child Eater Láttu hann ekki ná þér
Child Eater er glæný , hörkugóð og hreint út sagt æsispennandi hrollvekja eftir Erling Thoroddsen , byggð á samnefndri stuttmynd hans frá árinu 2012 .
Það gerist ekki á hverjum degi að íslenskir handritshöfundar og leikstjórar sendi frá sér alvöruhrollvekju eins og Erlingur Thoroddsen gerir hér en myndin er framleidd í samvinnu við bandaríska aðila og hefur vakið mikla athygli á Erlingi sem þykir sannarlega eiga framtíðina fyrir sér . Hann undirbýr sig nú til að senda frá sér sína aðra mynd í fullri lengd , Rökkur , en þangað til er tilvalið að ná sér í Child Eater á VOD-leigunum og slökkva ljósin . Og já , myndin er um mann sem borðar börn .
Punktar ............................................................................................ l Child Eater var frumsýnd í kvikmyndahúsum í október og hefur fengið afar góða dóma hrollvekjuunnenda eins og sjá má t . d . á Imdb . com . Þess má og geta að stuttmyndina sem myndin byggir á má enn finna á Vimeo . com .
VOD
82 mín
Aðalhlutv .: Cait Bliss , Colin Critchley , Jason Martin og James Wilcox Leikstj .: Erlingur Thoroddsen Útg .: Sena
Hrollvekja
Gamanmynd
VOD
5 . janúar
Aðalhl .: Greta Gerwig , Ethan Hawke , Julianne Moore og Bill Hader Leikstjórn : Rebecca Miller Útgef .: Sena
92 mín
5 . janúar
Child Eater er hörkuspennandi hrollvekja sem fær hárin sannarlega til að rísa !
Maggie ´ s Plan Sumum hlutum er betra að skila en henda
Maggie þráði að eignast barn og var búin að ákveða hver yrði sæðisgjafinn þegar hún hitti hinn kvænta John . En nú vill hún skila honum til baka .
Maggie ´ s Plan er gamanmynd af þeirri gerð mynda sem á ensku hafa verið nefndar „ screwball comedies “, en eitt helsta einkenni þeirra er að konur eru ráðandi aflið og ímynd karla sem sterkari aðilans er skoruð á hólm . Þessi viðsnúningur á þekktum „ kynjahlutverkum “ þykir hafa tekist frábærlega í Maggie ´ s Plan enda hefur myndin fengið nánast einróma lof gagnrýnenda eins og sést vel á stjörnugjöfinni hér fyrir neðan .
Punktar ............................................................................................ HHHH1 / 2 - Chicago Sun-Times HHHH1 / 2 - Rolling Stone HHHH - Empire HHHH - Time Out HHHH - Hollywood Reporter HHHH - New York Times HHHH - Screen HHHH - Variety HHHH - Guardian HHHH - L . A . Times
l Auk þeirra Gretu Gerwig , Ethan Hawke , Julianne Moore og Bill Hader leika þau Maya Rudolph og Travis Fimmel ( Ragnar loðbrók í Vikings-þáttunum ) veigamikil hlutverk í myndinni .
l Sagan í myndinni er eftir Karen Rinaldi sem byggði hana á sinni eigin reynslu .
l Rebecca Miller , leikstjóri og handritshöfundur Maggie ' s Plan , á fjórar fínar myndir að baki sem eiga það sameiginlegt að hafa hlotið margvísleg verðlaun . Þetta eru myndirnar Angela , Personal Velocity , The Ballad of Jack and Rose og The Private Lives of Pippa Lee .
Eftir þriggja ára samband ákveður Maggie að skila barnsföður sínum , John , til fyrrverandi eiginkonu sinnar .
Myndir mánaðarins 13