Bíófréttir – Væntanlegt
Tilgangur hunds
Bókin A Dog ´ s Purpose eftir bandaríska rithöfundinn W . Bruce Cameron kom út árið 2010 , sló í gegn og sat í 49 vikur samfleytt á sölulista New York Times . Sagan er mjög sérstök en hún gerist frá sjónarhóli hunds sem endar líf sitt ungur í hundageymslu en fæðist strax aftur sem allt önnur hundategund og svo aftur og aftur í gegnum heilan mannsaldur . Til að byrja með þykir hundinum þetta mjög skrítið en áttar sig síðan á því að hvert líf sem hann lifir er gætt ákveðnum tilgangi sem hann þarf í hverju tilfelli fyrir sig að læra að uppfylla – og því fleiri sem líf hans verða því færari verður hann í hlutverki sínu enda tekur hann með sér reynsluna úr fyrri lífum í það næsta .
Nú hefur þessi hjartnæma og fyndna saga verið kvikmynduð í leikstjórn Lasse Hallström og er væntanleg í bíó í byrjun febrúar . Með hlutverk þeirra mennsku í myndinni fara m . a . þau Britt Robertson , Bryce Gheisar , K . J . Apa , Dennis Quaid og Peggy Lipton , en það er grínistinn Josh Gad sem talar fyrir hundinn . Við munum kynna A Dog ´ s Purpose betur í næsta blaði en það kæmi ekki á óvart ef þessi mynd yrði á meðal vinsælustu fjölskyldumynda ársins 2017 . Kíkið endilega á glænýja og góða stikluna úr henni .
Aðalleikarar myndarinnar , Gary Oldman , Britt Robertson , Asa Butterfield og Carla Gugino .
Lego-Batman snýr aftur
Það muna auðvitað allir eftir The Lego Movie sem kom , var séð og sigraði kvikmyndaheiminn í byrjun febrúar 2014 þar sem hún halaði inn hátt í hálfan milljarð dollara . Segja má að senuþjófur þeirrar myndar , með fullri virðingu fyrir aðalsöguhetjunni Emmet , hafi verið Batman
sem Will Arnett talaði fyrir enda voru strax uppi áform um að gera sér Legokubbamynd með honum í aðalhlutverki .
Zach Galifianakis talar fyrir jókerinn .
Og nú er hún sem sagt tilbúin og verður frumsýnd á sama tíma um allan heim 10 . febrúar . Við munum að sjálfsögðu kynna myndina betur í næsta blaði en þangað til geta áhugasamir húmoristar skoðað bráðfyndnar stiklurnar úr henni .
Í myndinni þarf Batman ekki bara að glíma við vonda kubbakarla heldur ala upp fósturson sinn , Robin .
Marsbúi kemur í heimsókn
Í febrúar er loksins komið að frumsýningu nýjustu myndar enska leikstjórans Peters Chelsom sem sendi síðast frá sér hina þrælgóðu mynd Hector and the Search for Happiness árið 2014 , en á þess utan að baki verðlaunamyndir eins og Hear My Song , Funny Bones og The Mighty . Við segjum loksins því upphaflega átti að frumsýna þessa mynd í ágúst síðastliðnum . Henni var hins vegar frestað fram í desember og svo aftur fram í febrúar þegar framleiðendum leist ekki á að frumsýna hana í samkeppni við aðrar tvær geimvísindamyndir , þ . e . Rogue One og Passengers .
Myndin , sem heitir The Space Between Us , segir frá unglingnum Gardner Elliot sem fæðist á Mars og elst þar upp allt til 16 ára aldurs þegar honum er leyft að ferðast til Jarðar , þvert á ráðleggingar lækna sem óttast að þar sem Gardner er alinn upp á Mars muni þyngdarafl Jarðar skaða líffæri hans svo mikið að það gæti dregið hann til dauða . Þessa áhættu vill Gardner hins vegar óhikað taka , ekki síst vegna þess að hann hefur verið í tölvusambandi við stúlkuna Tulsu og vill ólmur , en skiljanlega , hitta hana í eigin persónu . Til að byrja með gengur allt vel eftir að Gardner kemur til Jarðar , eða alveg þangað til í ljós kemur að læknarnir höfðu talsvert til síns máls . Hvað er til ráða ?
16 Myndir mánaðarins