Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 33

The Walking Dead The Telltale Series – A New Frontier
Tölvuleikir

For Honor

For Honor er sá leikur sem tölvuleikjaspilarar hafa beðið hvað spenntastir eftir og er það engin furða .
For Honor hefur allt ; stórkostleg sögusvið þar sem hugumprúðir riddarar , svakalegir víkingar og banvænir samúræjar berjast um yfirráðin en alvöru bardagalistamenn og stöntgæjar voru fengnir til að gæða stríðsmennina eins raunverulegum hreyfingum og hægt er .
For Honor er hreint út sagt magnaður leikur !
Tegund : Hasarleikur Kemur út á : PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark : 18 + Útgáfudagur : 14 . febrúar Framl .: Ubisoft Útgefandi : Myndform

The Walking Dead The Telltale Series – A New Frontier

Tegund : Hasarleikur Kemur út á : PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark : 18 + Útgáfudagur : 24 . febrúar Framleiðandi : Warner Games Útgefandi : Samfilm
The Walking Dead-leikirnir frá Telltale hafa unnið til fjölda verðlauna og setið á vinsældalistum árum saman , en nú er komin þriðja serían , A New Frontier .
Hér er haldið áfram tilfinningaþrungnum söguþræðinum úr seríu 1 og 2 og er sjónum aftur beint að einni vinsælustu persónu leikjanna , Clementine , ungri stúlku sem hefur alist upp í hryllilegum heimi sem er undirlagður af uppvakningum . Við sjáum sögu hennar með augum Javiers , ungs manns sem ætlar að finna fjölskyldu sína aftur . Einnig spilar maður endurlit úr fortíð Clementine , sem sýnir hvernig hefndarför hennar hófst . Hér má fylgjast með siðmenningu sem reynir að byggja sig upp
eftir hörmungar og þeim fórnum sem þarf að færa svo samfélagið gangi almennilega .
Leiknum fylgir diskur sem opnar fyrsta kafla leiksins og veitir aðgang að niðurhali hinna fjögurra kaflanna þegar þeir verða fáanlegir . The Walking Dead – The Telltale Series byggja á frábærum teiknimyndasögum eftir Robert Kirkman .
Myndir mánaðarins 33