Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 32

Tölvuleikir
Nioh
Í Nioh fara leikmenn í hlutverk Williams , en hann er svakalegur bardagakappi sem lætur sverðið tala fyrst og fremst . Sögusviðið er Japan til forna , en landið er stríðshrjáð og fullt af djöflum . Þetta eru kjöraðstæður fyrir okkar mann , en hann þarf meðal annars að berjast við svokallaða Yokai-djöfla sem eru við hvert fótspor . Auk þess að díla við djöflana þarf William að berjast við aðra samurai-hermenn , en leikurinn þykir gríðarlega erfiður og hefur verið líkt við Dark Souls-leikina .
Tegund : Hasarleikur Kemur út á : PS4 PEGI aldurstakmark : 18 + Útgáfudagur : 8 . febrúar Framleiðandi : Sony Útgefandi : Sena
Sniper Elite 4 er nýjasti leikurinn í þessari margverðlaunuðu metsöluseríu .
Leikurinn blandar saman einstökum byssukúluferlum , æsilegu laumuspili og spennandi þriðju persónu hasar í stærsta og fjölbreyttasta umhverfi sem sést hefur í Sniper Elite-leikjunum .
Velkomin til Ítalíu 1943
Sniper Elite 4
Tegund : Hasar- og skotleikur Kemur út á : PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark : 18 + Útgáfudagur : 14 . febrúar Framleiðandi : Rebellion Útgefandi : Samfilm
Leikurinn gerist í kjölfar Sniper Elite 3 og heldur áfram með söguþræðina úr seinni heimsstyrjöldinni með því að flytja spilara á hinn gullfallega Ítalíuskaga . Leiðin liggur um sólbakaða strandbæi við Miðjarðarhafið , í gegnum risabyggingar nasista , óárennilegt skóglendi og svimandi há fjallaklaustur á Monte Cassino .
Njósnarinn og úrvalsskyttan Karl Fairburne verður að berjast við hlið hugrakkra karla og kvenna í ítölsku andspyrnuhreyfingunni og hjálpa þeim að komast undan oki fasismans til að sigrast á skelfilegri ógn sem gæti stöðvað baráttu bandamanna í Evrópu áður en hún hefst fyrir alvöru .
Ef verkefnið mistekst verður ekkert af Overlord-aðgerðinni , enginn D-dagur og enginn sigur Bandamanna í Evrópu .
Næstu kynslóðar leyniskyttutækni
Leikurinn keyrir á 1080p bæði á PlayStation 4 og XboxOne og er fyrsti leikurinn í seríunni sem er hannaður sérstaklega fyrir næstu kynslóðar vélbúnað .
Spilarar taka að sér víðtæk verkefni , annað hvort einir eða tveir saman , og geta bæði spilað sem samherjar eða andstæðingar í fjölspilun . Hér fá spilarar einstaka tilfinningu fyrir því að vera leyniskyttur í seinni heimsstyrjöldinni og ferðast um svæði sem er miklu stærra en í fyrri leikjunum .
32 Myndir mánaðarins