Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 15

VÖRULÍNA OKKAR ER VOTTUÐ LÍFRÆN OG VEGAN OG FÆRIR ÞÉR ÚRVAL NÆRINGARRÍKS OFURFÆÐIS . NÝTING NÆRINGAREFNA ER HÁMÖRKUÐ OG MÆTIR KRÖFUM UM NÚTÍMA ÞÆGINDI EN ÁVALLT MEÐ VERND NÁTTÚRUNNAR AÐ LEIÐARLJÓSI .
MACADUFT 300 G
Úr sætri maca rótinni er unnið handhægt duft sem gefur bæði næringu og ljúffengt bragð í ýmiss konar rétti . Duftið er mjög ríkt af vítamínum og steinefnum og inniheldur 10 % prótein . Macad . er frábært í þeytinga , hrákökur og búðinga .
CHIA FRÆ 300 G
Chia fræ eru talin hafa verið ein af uppistöðum mataræðis Aztekanna en hafa á síðustu árum orðið sífellt vinsælla hráefni meðal heilsumeðvitaðra Vesturlandabúa . Fræin innihalda ríkulegt magn af omega-3 og omega-6 fitusýrum í heilnæmu hlutfalli . Auk þess eru þau uppfull af vítamínum , steinefnum og amínósýrum .
HRÁKAKÓ 250 G Hrákakóið frá Rainforest Foods er lífrænt , lítið unnið , óristað og uppfullt af heilnæmri og mikilvægri næringu . Hrákakó inniheldur t . a . m . mikið af kalki og járni ásamt fjölda annarra steinefna , vítamína , hollra fitusýra og flavoníða . Það er því næringarríkara en hefðbundið bökunarkakó .
ACAIBERJADUFT 125 G
Acai berin eru ljúffeng og sannkallaðar næringarbombur . Þau hafa rutt sér til rúms síðustu ár sem ein vinsælasta heilsufæða vesturlanda og er afar vinsælt að nota þau í drykki og grauta . Acai duft frá Rainforest Foods er frostþurrkað með það að markmiði að viðhalda sem hæstu næringargildi og bragðgæðum .
HVEITIGRAS DUFT 200 G
Hveitigrasduft er þurrkað og malað með aðferðum sem tryggja sem hæst næringargildi í hverjum poka . Það inniheldur hágæða prótein og fjöldan allan af vítamínum , þ . á . m . hið dýrmæta K-vítamín . Margir hafa dásamað áhrif þess að neyta nýpressaðs hveitigrassafa á hverjum degi en ef þú hefur ekki tök á því er hægðarleikur að bæta teskeið af hveitigrasdufti í vatn eða aðra drykki og innbyrða þannig þessa náttúrulegu næringarbombu .
BYGGGRASSDUFT 200 G
Bygg var hluti af fæðu víkinganna og þykir enn í dag kjarngóð og næringarrík fæða . Úr grasi byggsins fást ógrynnin öll af vítamínum og steinefnum , m . a . kalki , magnesíum , fólínsýru og járni . Hér fæst frostþurrkað og malað bygggrasið í handhægum umbúðum svo auðvelt er að bæta þessari frábæru næringu við hvaða drykk eða morgungraut sem hugurinn girnist .
SPIRÚLÍNUDUFT 200 G
Spirulína er einnig næringarríkur þörungur sem hefur verið vel þekktur sem heilsubætandi hráefni um áratugaskeið . Próteininnihald spirulínu er á bilinu 60-70 % og hún inniheldur jafnframt ótal ensím , plöntunæringarefni , andoxunarefni , vítamín og steinefni , auk omega-3 og omega-6 fitusýranna . Gott er að nota spirulínu til skiptis á við klórellu eða nota báðar tegundir saman .
KAKÓNIBBUR 300 G
Kakóbaunirnar eru handtíndar í Perú , brotnar niður og látnar gerjast . Þannig dregur á náttúrulegan hátt úr römmu bragði kakóbaunanna . Þær eru svo hreinsaðar og þurrkaðar af kostgæfni svo afurðin haldi sem hæstu næringargildi enda eru kakónibbur sérlega ríkar af andoxunarefnum og frábærar sem viðbót í þeytinga , grauta eða bakstur .
KLÓRELLADUFT 200 G
Klórella er blágrænn þörungur sem þekktur er fyrir næringarþéttni sína . Í þessum þörungi má finna mikið af þeirri næringu sem mannslíkaminn þarfnast auk þess sem klórellan inniheldur allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar . Duftið inniheldur 59 gr af próteini í hverjum 100 gr og færir líkamanum joð , D-vítamín og B12-vítamín sem annars er vandfundið í jurtaríkinu . Til að auka enn frekar upptöku næringarinnar hafa frumveggir klórellunnar verið rofnir við gerð duftsins .
Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss