Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 32

A Christmas Wedding Date – Defending Santa A Christmas Wedding Date Hvað ef þú fengir annað tækifæri? Þegar Rebeccu er sagt upp í vinnunni ákveður hún að halda á heimaslóð- irnar og sækja þar um leið brúðkaup vinkonu sinnar sem er að fara að giftast fyrrverandi unnusta Rebeccu sjálfrar. En þá gerist nokkuð skrítið. Málið með Rebeccu er að hún sér eftir því að hafa ekki haldið í unnustann í stað þess að flytja burt á sínum tíma þótt hún vilji auðvitað ekki viðurkenna það, hvorki fyrir sjálfri sér né öðrum. En eftir að hafa verið viðstödd brúðkaupið sem haldið er á aðfangadag og sótt brúðkaupsveisluna um kvöldið vaknar hún upp að morgni aðfangadagsins á ný og þarf að fara í gegnum daginn aftur, nákvæmlega eins og í gær. Til að byrja með fer hún að óttast um geðheilsu sína en smám saman áttar hún sig á því að það er ekki nóg með að henni sé veitt annað tækifæri heldur verður hún að finna leið til að nýta það því annars losnar hún ekki úr álögunum ... VOD 80 mín Aðalhlutverk: Marla Sokoloff, Chris Carmack og Cath- erine Hicks Leikstjórn: Fred Olen Ray Útgef.: Sena Jólamynd Þegar Rebecca byrjar að endurupplifa sama daginn aftur og aftur þarf hún að finna leið til að losna úr álögunum. 14. desember Defending Santa Trúir þú á jólasveininn? Þegar lögreglumaðurinn Scott Hanson finnur meðvitundarlausan mann í jólasveinabúningi grunar hann ekki að þegar sá meðvitundarlausi vaknar muni hann halda því fram að hann sé í raun hinn eini sanni jólasveinn. Defending Santa er létt gamanmynd þar sem hið gamalkunna þema um tilvist jólasveinsins er tekið fyrir. Að sjálfsögðu er um að ræða bandarísku útgáfuna, þ.e. söguna um Kris Kringle sem býr á Norðurpólnum og er rammgöldróttur þegar hann þarf á slíku að halda. Vandi hans í þetta sinn er hins vegar sá að læknar telja það af og frá að sá gamli sé Kris Kringle, sama hvað öllum töfrum líður, og því þarf hann að fá lögfræðiaðstoð til að losna úr haldi svo hann komist aftur heim ... Punktar ............................................................................................ Sá sem leikur dómarann í myndinni er John Savage sem eldri áhorfendur muna áreiðanlega vel eftir en hann sló fyrst í gegn í The Deer Hunter árið 1978. l VOD 85 mín Aðalhlutverk: Dean Cain, Jud Tylor, Bill Lewis og John Savage Leikstjórn: Brian Skiba Útgefandi: Sena Jólamynd 32 Myndir mánaðarins 14. desember Það trúa því fáir að sá gamli sé í raun jólasveinninn, en kannski getur hann sannað það.