Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 31

Band Aid Orkan er umbreytanleg
Crash Pad Ekkert er óhugsandi
Band Aid – Crash Pad
Band Aid Orkan er umbreytanleg
Stórskemmtileg og fyndin mynd um par sem er alveg að gefast upp á sambúðinni því flest samtöl þeirra eru farin að enda með rifrildi . Þau elska samt hvort annað og þegar þau fá þá hugmynd að breyta ágreiningsefnum sínum í lög og rífast í gegnum textana tekur sambandið á sig nýja og ferska mynd .
Óháða kvikmyndin Band Aid vakti mikla og verðskuldaða athygli og lukku á Sundance-hátíðinni í vor og var þar tilnefnd til dómnefndarverðlaunanna . Þetta er fyrsta myndin sem leikkonan Zoe Lister-Jones skrifar og leikstýrir og er alveg óhætt að segja að útkoman sé bráðskemmtileg í alla staði . Eftir að þau Anna og Ben byrja að æfa rifrildi sín í bílskúrnum gengur nágranni þeirra Dave í lið með þeim sem trommari og áður en varir er búið að ákveða fyrstu tónleikana ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - Los Angeles Times HHHH - The Wrap HHH1 / 2 - RogerEbert . com HHH1 / 2 - N . Y . Times HHH1 / 2 - The Hollywood Reporter HHH1 / 2 - Variety
VOD
91 mín
Aðalhlutverk : Zoe Lister-Jones , Adam Pally og Fred Armisen Leikstjórn : Zoe Lister-Jones Útgefandi : Sena
Gamandrama
14 . desember l Til að aðstoða sig við gerð myndarinnar leitaði Zoe Lister-Jones til vina og vandamanna og eru til dæmis margir af aukaleikurum Band Aid samstarfsfólk hennar úr öðrum verkefnum . Þannig leika þau Zoe , Colin Hanks og Angelique Cabral saman í sjónvarpsþáttunum Life in Pieces og þær Majandra Delfino og Brooklyn Decker voru meðleikarar Zoe í þáttunum Friends With Better Lives . Þess utan fékk hún tæknifólk úr þessum þáttum til starfa og var myndin að mestu leyti fjármögnuð með fjárframlögum fjölskyldumeðlima og vinahóps Zoe .
Eðli málsins samkvæmt inniheldur Band Aid fullt af fyndnum lögum .
Crash Pad Ekkert er óhugsandi
Eftir einnar nætur ástarævintýri með giftri konu verður hinn ungi Stensland fyrir miklum vonbrigðum þegar konan vill ekkert með hann hafa og segir honum að hún hafi bara verið að nota hann til að ná sér niðri á eiginmanni sínum ... sem í kjölfarið heimsækir Stensland með áhugavert tilboð í huga .
Crash Pad er eldfjörugur farsi með óvenjulegum söguþræði eins og farsar eiga að vera og rekur hér hver brandarinn annan frá upphafi til enda . Myndin hefur hlotið góða dóma og þeir sem kunna að meta það sem gjarnan er kallað „ slapstick “ - húmor ættu ekki að verða fyrir neinum vonbrigðum með þennan fína skammt ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - The Wrap HHH1 / 2 - The Hollywood Reporter l Handrit myndarinar er eftir Jeremy Catalino sem sótti innblásturinn í eigin reynslu og eru margir karakterar sögunnar nokkurs konar ýktar útgáfur af fólki sem hann hefur þekkt . Þess má geta að íbúðin sem Stensland , persónan sem Domhnall Gleeson leikur , býr í er eftirlíking af íbúð Jeremys sjálfs .
VOD
93 mín
Aðalhlutv .: Domhnall Gleeson , Christina Applegate og Thomas Haden Church Leikstjórn : Kevin Tent Útg .: Sena
Gamanmynd
14 . desember
Crash Pad er eldfjörug og fyndin mynd frá upphafi til enda með kostulegum húmor . Myndir mánaðarins
31