Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 28
Eight Days a Week
Þú þekkir ekki alla söguna!
Glæný heimildarmynd eftir Ron Howard um Bítlana og tónleikaferðir þeirra um heiminn á árunum 1963 til 1966 þegar
vinsældir þeirra voru svo miklar að það lá við að tónleikagestir
hreint og beint sturluðust af hrifningu og spennu.
Það þarf vonandi ekki að hvetja nokkurn tónlistaráhugamann,
hvað þá aðdáendur Bítlanna, til að sjá þessa frábæru heimildarmynd
sem inniheldur nánast eingöngu efni sem hefur aldrei komið fyrir
sjónir almennings og varpar enn einu ljósinu á þessa merku sveit!
Bítlarnir eru ein vinsælasta hljómsveit allra tíma og að margra mati
einnig sú besta sem nokkurn tíma hefur komið fram á sjónarsviðið.
Punktar ....................................................
HHHHH - Seattle Times HHHH1/2 - RogerEbert.com
HHHH1/2 - Boston Globe HHHH - Wall Street Journal
HHHH - Time Out HHH1/2 - Rolling Stone HHH1/2 - Screen
Eight Days a Week
Heimildarmynd/Bítlarnir
DVD
VOD
137
mín
Fram koma m.a.: Paul McCartney, Ringo Starr, John Lennon, George
Harrison, Elvis Costello, Eddie Izzard, Sigourney Weaver, Whoopi
Goldberg, Brian Epstein, George Martin, Yoko Ono, Ed Sullivan, Pete
Best og margir fleiri Höfundur: Ron Howard Útgefandi: Myndform
15. desember
Myndin hefur eins og sést fengið mjög góða dóma margra gagnrýnenda, og er með 8,1 í einkunn á Imdb.com.
l
Öll lögin sem heyrast í myndinni voru endurhljóðblönduð af
Giles Martin, syni George Martin upptökustjóra Bítlanna. Væntanlegum áhorfendum er lofað topphljómgæðum í góðum græjum!
l
Fyrir utan frábæra tónlistina er rætt við þá Paul McCartney og
Ringo Starr um bítlaæðið auk þess sem sýndar eru áður óbirtar
upptökur frá tónleikum Bítlanna um allan heim, en myndin
spannar árin 1963 til 1966 þegar sveitin hélt a.m.k. 250 tónleika.
l
Takið eftir trommaranum Jimmy Nicol sem spilaði með Bítlunum
á þrennum tónleikum árið 1964 þegar Ringo Starr þurfti að
leggjast inn á spítala og síðan jafna sig eftir botnlangaskurð.
l
Veistu svarið?
Myndina hér til hliðar tók Linda McCartney árið
1969 þegar þeir John, Ringo