Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 27

Blair Witch Það er eitthvað illt í skóginum Eftir að James Donahue uppgötvar nýjar vísbendingar um hvarf systur sinnar, Heather, í Svörtuhlíðarskógum í Marylandríki fyrir tuttugu árum telur hann nokkra skólafélaga á að koma með sér inn í skóginn í könnunarleiðangur. Sagan um Blair-nornina í Svörtuhlíðarskógum heldur áfram í þessari mynd leikstjórans Adams Wingard sem á m.a. að baki einn besta trylli síðari tíma, You're Next. Hér snýr hann enn á ný aftur í sínum uppáhaldsgír: Að hræða áhorfendur upp úr skónum ... James Donahue fær skólafélaga sína til að koma með sér inn í skóginn þar sem systir hans hvarf fyrir 20 árum. Komast þau lifandi út? Punktar .................................................... HHHH - IndieWire HHHH - Time Out HHHH - Total Film HHH1/2 - Entertainm. Weekly HHH1/2 - Chicago Sun-Times HHH1/2 - Screen Intl. HHH - Empire HHH - Variety Blair Witch Tryllir DVD 89 VOD mín Aðalhlutverk: Corbin Reid, Wes Robinson, Valorie Curry, James Allen McCune, Brandon Scott og Callie Hernandez Leikstjórn: Adam Wingard Útgefandi: Myndform 15. desember Í þessari þriðju mynd um Blair-nornina er litið fram hjá annarri myndinni, Blair Witch 2: Book of Shadows, þannig að hún er í raun óbeint framhald fyrstu myndarinnar. Stóri munurinn á þessum tveimur framhaldsmyndum er að í þetta sinn kemur nornin fram. l Fyrsta Blair Witch-myndin sem frumsýnd var 1999 er hlutfallslega einhver arðbærasta mynd allra tíma en í allt kostaði framleiðsla hennar ekki meira en 750 þúsund dollara. Þegar upp var staðið hafði hún hins vegar halað inn tæplega 250 milljón dollara í kvikmyndahúsum. Myndin var ekki fyrsta „found footage“-myndin, en hún hratt hins vegar af stað mörgum slíkum myndum árin á eftir. l Kíkið á heimasíðu myndarinnar á www.blairwitch.com, en þar má m.a. sjá hluta af henni í 360 gráðu VR-veftækni. l Áhorfendur mega alveg búast við góðum spennuatriðum ... Veistu svarið? Leikstjóri Blair Witch, Adam Wingard, hefur verið að gera bíómyndir í níu ár og sú síðasta sem hann gerði (2014) var með Dan Stevens í hlutverki snaróðs manns. Hvað heitir hún? ... og atriðum þar sem spennan breytist í hroll. The Guest. Myndir mánaðarins 27