Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 17
Just in Time for Christmas – Greppikló
Just in Time for Christmas
Það verður ekki bæði sleppt og haldið
Þegar Lindsay fær tilboð um draumastarf hinum megin í landinu þarf hún
að velja á milli þess og unnusta síns sem getur ekki komið með henni.
Ef þú þyrftir að velja, hvort myndir þú láta ástina eða framadraumana ráða ákvörðun þinni? Frammi fyrir þeirri ákvörðun stendur
Lindsay Rogers fyrir þessi jól þegar henni býðst draumastarf í
fjarlægri borg. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og þegar
dularfullur vagnstjóri býður Lindsay í ferðalag þrjú ár fram í tímann
til að skoða mismunandi afleiðingar ákvarðana sinna þiggur hún boðið ...
Punktar ............................................................................................
Leikstjóri myndarinnar, Sean McNamara, er margverðlaunaður fyrir myndir
sínar og sjónvarpsefni í gegnum árin og hlaut m.a. BAFTA-verðlaunin og þrjár
tilnefningar til Emmy-verðlauna fyrir sjónvarpsseríuna Even Stevens.
l
VOD
90
mín
Aðalhlutv.: Eloise Mumford, Michael Stahl-David og
Christopher Lloyd Leikstj. S. McNamara Útg.: Sena
Jólamynd
Michael Stahl-David og Eloise Mumford leika þau Jason og Lindsay sem standa
frammi fyrir flókinni ákvörðun um þessi jól og fá óvænta aðstoð til að taka hana.
1. desember
Greppikló
Greppikló? Hvað er greppikló? Hva, greppikló? Það veistu þó!
Stórskemmtileg teiknimynd, gerð eftir hinni víðfrægu bók The Gruffalo sem
komið hefur út í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns undir heitinu Greppikló.
Sagan um músina snjöllu sem bæði refurinn, uglan og snákurinn vildu gjarnan hafa í matinn er eftir þau Juliu Donaldson
og Axel Scheffler og kom upphaflega út árið 1999. Síðan þá er
bókin talin hafa selst í meira en fimmtán milljónum eintaka á
hinum ýmsu tungumálum auk þess sem leikgerð hennar hefur
verið sett á svið víða um lönd. Þessi 27 mínútna teiknimynd
eftir þá Jakob Schuh og Max Lang þykir gera sögunni afar góð
skil og það er óhætt að mæla með henni fyrir alla fjölskylduna.
Punktar ...........................................................................................
Teiknimyndin The Gruffalo hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga
og var tilnefnd til bæði Óskars- og BAFTA-verðlauna í flokki stuttra teiknimynda.
l
VOD
27
mín
Enskt tal, íslenskur texti Leikstjórn: Max Lang og
Jakob Schuh Útgefandi: Myndform
Teiknimynd
2. desember
Myndir mánaðarins
17