Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 16
Mistletoe Over Manhattan – Battle of the Bulbs
Mistletoe Over Manhattan
Hamingjan er áunnin
Þegar eiginkona jólasveinsins finnur að
hann er farinn að missa áhugann á jólunum ákveður hún að grípa til sinna ráða.
VOD
Jólamynd
88
mín
1. desember
Mistletoe Over Manhattan er jóla- og ævintýramynd frá Hallmark-sjónvarpsstöðinni
og segir frá því þegar Rebecca Claus,
eiginkona Sankti Claus, kemur til New York í
leit að hinum eina sanna jólaanda. Þar kynnist hún fljótlega lögreglumanninum Joe
sem er miður sín af sorg vegna yfirvofandi
skilnaðar hans við eiginkonu sína Lucy, en
þau eiga saman tvö börn. Um leið áttar
Rebecca sig á því að ef henni
auðnast að leiða þau Joe og
Lucy saman á ný leysir hún
samtímis sinn eigin vanda.
Martil-fjölskyldan sýnist hamingjusöm á
yfirborðinu en undir niðri er ekki allt í lagi.
Aðalhlutverk: Tricia Helfer, Greg Bryk, Tedde Moore og Ken Hall Leikstjórn: John Bradshaw Útgefandi: Sena
Battle of the Bulbs
Látum baráttuna byrja!
Bob Wallace, sem um árabil hefur sett
upp tilkomumestu jólaskreytingarnar í
götunni, bregður í brún þegar nágranni
hans byrjar að veita honum samkeppni.
VOD
Jólamynd
89
mín
1. desember
Þau Emma Stone og Bradley Cooper fögnuðu
hvort öðru vel á forsýningu myndarinnar La
La Land í L.A. 21. nóvember, en sú mynd þykir
líkleg til mikilla afreka á næstu Óskarshátíð.
16
Myndir mánaðarins
Battle of the Bulbs er lauflétt jólagrínmynd
um tvo menn sem segja má að hefji skreytingastríð þegar öðrum þeirra finnst að sér
vegið. Málið er að Bob Wallace hefur um
langa hríð sett upp tilkomumiklar jólaskreytingarnar við hús sitt ár hvert sem hafa vakið
athygli og aðdáun. Um þessi jól bregður
hins vegar svo við að nágranni hans, Stu,
ákveður að skreyta enn meira
hjá sér og toppa þar með Bob.
Við það á Bob e rfitt með að
sætta sig og stríðið er hafið ...
Það eru grínistarnir Daniel Stern og Matt
Frewer sem leika erkióvinina Bob og Stu.
Aðalhlutverk: Daniel Stern, Matt Frewer, Allison Hossack og Teryl Rothery Leikstjórn: Harvey Frost Útgefandi: Sena
Brad Pitt virkaði bara hress og kátur á
forsýningu nýjustu myndar sinnar, Allied, í
London 21. nóvember eftir tvo erfiða mánuði
í kjölfar skilnaðar hans og Angelinu Jolie.
Kurt Russell heldur hér á gjöf til Goldie Hawn
sem fagnaði 71 árs afmæli sínu 19. nóvember í
Los Angeles. Þau Goldie og Kurt hafa nú búið
saman í 33 ár og virðast alltaf jafn lukkuleg.