Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 14

Masterminds Peningar eru ekki allt Eftir að öryggisvörðurinn David Scott Ghantt fremur bíræfið peningarán tekst honum að komast undan yfirvöldum í undarlega langan tíma um leið og hann og samverkafólk hans lifir sannkölluðu lúxuslífi þeirra sem vita ekki aura sinna tal. Masterminds er eftir Jared Hess sem gerði m.a. grínsmellinn Napoleon Dynamite fyrir rúmum ellefu árum og í aðalhlutverkum eru sex af vinsælustu gamanleikurum Bandaríkjanna um þessar mundir. Myndin sækir innblásturinn í svokallað Loomis Fargo-rán sem átti sér stað að kvöldi 4. október árið 1997 í bænum Charlotte í NorðurKarólínuríki Bandaríkjanna. Öryggisverðinum David Scott Ghantt tókst þá að hafa á brott með sér heilar 17,3 milljónir dollara (um 27 milljónir á núvirði) í peningum úr peningageymslu öryggisfyrirtækisins sem hann vann hjá, Loomis Fargo, en peningarnir voru í eigu banka og því var ránið tæknilega séð bankarán. Lögreglunni varð strax ljóst hver hafði verið að verki enda sást ræninginn vel á öryggismyndavélum. Daginn eftir hófst umfangsmikil leit að David og samverkafólki hans sem óhætt er að segja að hafi hagað sér undarlega með allar þessar milljónir dollara í vösunum ... Masterminds Sannsögulegt/Grín 94 VOD Kristen Wiig leikur Kelly, samstarfskonu Davids (Zach Galifianakis) hjá Loomis-Fargo, sem hvatti hann til dáða og hjálpaði honum að flýja. mín Aðalhlutverk: Zach Galifianakis, Kristen Wiig, Owen Wilson, Jason Sudeikis, Kate McKinnon og Leslie Jones Leikstjórn: Jared Hess Útgefandi: Sena 1. desember