Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 13

Robinson Crusoe – The Family Fang Robinson Crusoe Það eru ekki allir gestir eins Á lítilli eyju úti á ballarhafi búa nokkur dýr í sátt og samlyndi og verða mjög hissa þegar nýtt dýr, maður, nemur land á eyjunni og gjörbreytir lífi þeirra! Robinson Crusoe er litrík og fjörug teiknimynd sem byggir lauslega á hinni frægu, samnefndu sögu enska rithöfundarins Daniels Defoe sem kom út árið 1719. Til að byrja með eru dýrin á eyjunni hálfsmeyk við nýja gestinn og þar sem þau tala ekki mannamál líða nokkrir dagar þar til þau átta sig á að það sem hann hefur fram að færa gæti stórbætt þeirra eigið líf og gert það skemmtilegra. Ekki síst verður páfagaukurinn Makki ánægður því hann hefur lengi verið forvitinn um hvað sé handan hafsins og ef til vill getur Robinson Crusoe svalað forvitni hans. En málin taka óvænta og spennandi stefnu þegar undirförul og illa innrætt kattakvikindi af sjóræningjaætt koma til eyjunnar og ætla sjálfum sér yfirráðin þar ... DVD VOD 87 mín Íslensk talsetning Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Útgef.: Samfilm 1. desember Teiknimynd The Family Fang Lífið er leiksvið Þegar foreldrar systkinanna Baxters og Annie hverfa við dularfullar aðstæður hafa þau fulla ástæðu til að gruna að hvarf þeirra sé sviðsett. Hér er komin mynd sem óhætt er að mæla með við vandláta kvikmyndaunnendur en hún segir frá systkinum sem eiga slæmar minningar frá æskuárum sínum þegar foreldrar þeirra, sem voru og eru reyndar enn þekktir listamenn, notuðu þau til að vekja athygli með alls kyns furðulegum gjörningum sem óhætt er að segja að vöktu mismikla hrifningu áhorfenda, enda missmekklegir. Og e.t.v. eru þau enn að ... Punktar ............................................................................................ HHHH1/2 - Hollywood Reporter HHHH1/2 - Chicago Sun-Times HHHH1/2 - Rolling Stone HHHH - L.A. Times HHHH - N.Y. Times HHHH - Variety HHHH - Time Out HHH1/2 - Entertainm. Weekly Myndin, sem hefur fengið toppdóma eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan, er byggð á samnefndri skáldsögu bandaríska rithöfundarins Kevins Wilson en hún fór víða á topp bandarísku bóksölulistanna þegar hún kom út árið 2011. l Nicole Kidman keypti sjálf kvikmyndaréttinn að sögunni og hún og Jason Bateman framleiddu myndina í sameiningu. l VOD 105 mín A.hl.: Jason Bateman, Nicole Kidman, Kathryn Hahn og Christopher Walken Leikstj.: Jason Bateman Útg.: Sena Gamandrama 1. desember Handrit The Family Fang er eftir David Lindsay-Abaire sem hlaut m.a. Pulitzerverðlaunin árið 2007 fyrir leikrit sitt Rabbit Hole, en það var einnig kvikmyndað árið 2010 með Nicole Kidman í aðalhlutverki. l Jason Bateman og Nicole Kidman leika systkinin Baxter og Annie sem hafa ástæðu til að gruna að hvarf foreldra þeirra sé gjörningur að þeirra hálfu. Myndir mánaðarins 13