Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 37

Assassin´s Creed Það er kominn tími til að breyta sögunni Tölvuleikjaserían Assassin´s Creed hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2007, en þeir eru nú orðnir níu talsins og hafa selst í tæplega 100 milljónum eintaka samtals. Það er því engin furða að þeir séu margir sem bíða spenntir eftir að þessi mynd komi í bíó! Eins og allir sem spilað hafa leikina vita snýst sagan í Assassin´s Creed um inngrip manns að nafni Callums Lynch í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarréttarins, en Callum þessi er afkomandi hins vígfíma Aguilar sem ásamt félögum sínum barðist á móti óréttlæti og illum mönnum sem voru uppi á þessum tíma. Með sérstakri tækni í nútímanum getur Callum ferðast aftur í tímann, tekið sér bólfestu í líkama Aguilar og haldið verkum hans áfram ... Þau Michael Fassbender og Ariane Labed léku sjálf í nánast öllum bardagasenunum sem persónur þeirra í myndinni taka þátt í. Assassin´s Creed Punktar .................................................... Ævintýri/Spennumynd Söguþráðurinn í myndinni er alveg nýr, þ.e. hann er ekki útfærsla á neinum af þeim sögum sem sagðar hafa verið í tölvuleikjunum fyrir utan upphafið að því hvernig Callum Lynch verður að Aguilar. l 115 mín Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Marion Cotillard, Essie Davis, Jeremy Irons, Brendan Gleeson, Ariane Labed og Brian Gleeson Leikstjórn: Justin Kurzel Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Bíóhöllin, Króksbíó og Ísfjarðarbíó Frumsýnd 30. desember Michael Fassbender er sjálfur einn af aðalframleiðendum myndarinnar og réði því að Justin Kurzel væri fenginn í leikstjórnina, en þeir tveir unnu líka saman í síðustu mynd Justins, Macbeth. l Fyrir gerð myndarinnar tók Michael Fassbender sig til og spilaði tölvuleikina, en það hafði hann ekki gert áður. l Í myndinni er að finna lengsta áhættufall sem framkvæmt hefur verið í kvikmynd í 35 ár þegar áhættuleikarinn Damian Walters lætur sig detta úr 38 metra hæð og lendir á 102 kílómetra hraða. l Assassin´s Creed er sögð innihalda mörg frábær áhættuatriði. Veistu svarið? Ástralski leikstjórinn Justin Kurzel sló í gegn með sinni fyrstu mynd árið 2011, en hún sópaði til sín mörgum helstu verðlaunum ástralskrar kvikmyndagerðar og fjölmörgum öðrum verðlaunum á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvað heitir þessi mynd? Hermt er að það hafi tekið rúmlega þrjá mánuði að sauma alla búningana í myndinni og búa til vopnin. Snowtown.