Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 36
Collateral Beauty
Lífið er ekki sjálfsagt
Howard Inlet er mikilsvirtur fyrirtækjaeigandi í New York sem
segja má að missi trúna á lífið þegar ung dóttir hans deyr. Í
framhaldinu dregur hann sig inn í skel sína en byrjar um leið að
skrifa ástinni, tímanum og dauðanum bréf með áleitnum
spurningum og póstleggur þau. Hvernig gat hann mögulega
vitað að þau myndu öll svara honum í eigin persónu?
Collateral Beauty er með einhverjum áleitnasta söguþræði sem
sést hefur í kvikmynd á þessu ári, en sagan og handritið er eftir
Allan Loeb (21, Things We Lost in the Fire, The Switch) og leikstjórnin
í höndum Davids Frankel sem gerði m.a. myndirnar The Devil Wears
Prada, Marley & Me, One Chance, The Big Year og Hope Springs.
Í öllum stærstu hlutverkunum eru virtir og þekktir úrvalsleikarar,
s.s. Edward Norton, Naomie Harris, Michael Peña og Kate Winslet
sem leika nánustu samstarfsmenn og vini Howards, og þau Helen
Mirren sem leikur dauðann, Keira Knightley sem leikur ástina og
Jacob Latimore sem leikur tímann.
Við hér á Myndum mánaðarins ætlum ekki að fullyrða að lífsgátan
sé leyst í Collateral Beauty en við getum alveg lofað væntanlegum
áhorfendum að myndin mun vekja þá til mikilvægrar umhugsunar
um eitt mesta áfall sem nokkur mannvera getur gengið í gegnum,
þ.e. barnsmissi, og hvernig hægt sé að ná sér eftir slíka reynslu ...
Collateral Beauty
Drama/Lífsgáta
96
mín
Aðalhlutverk: Will Smith, Keira Knightley, Kate Winslet, Edward
Norton, Helen Mirren, Michael Peña og Naomie Harris Leikstjórn:
David Frankel Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll,
Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi
Frumsýnd 30. desember
Eftir dauða dóttur sinnar dregur Howard sig inn í eigin skel og
virðist gjörsamlega missa trúna á að lífið sé þess virði að lifa því.
Punktar ....................................................
Collateral Beauty hefur hvergi verið sýnd og því hafa engir dómar
eða umsagnir birst um hana þegar þetta er skrifað, en Will Smith
lét hafa eftir sér að sagan í myndinni væri alveg einstök og handritið á meðal þeirra bestu sem hann og leikhópurinn hefði lesið.
l
Edward Norton leikur einn af nánustu samstarfsmönnum Howards.
Veistu svarið?
Þegar þær Keira Knightley og Naomie Harris
hittust fyrst við tökur á Collateral Beauty voru
liðin tæplega tíu ár frá því þær sáust síðast við
tökur á frægri mynd sem þær léku líka saman í.
Hvaða mynd var það?
Pirates of the Caribbean: At World's End.
36
Myndir mánaðarins
Helen Mirren leikur dauðann í Collateral Beauty sem kemur og svarar
spurningum Howards rétt eins og tíminn og ástin munu líka gera.