Bíófréttir – Væntanlegt
Bryan Cranston : Nóg að gera
Það efast enginn um leikhæfileika Bryans Cranston enda hefur hann á undanförnum árum sýnt og sannað að hann getur leikið hvað sem er , þ . e . hvaða persónu sem er í hvaða tegund af mynd sem er , drama- , gaman- og spennumyndum . Hann sló auðvitað í gegn sem pabbinn í hinum frábæru gamanþáttum Malcolm in the Middle á árunum 2000 til 2006 og síðan aftur og enn meira í Breaking Bad sem framleiddir voru 2008 til 2013 . Inn á milli tók hann síðan að sér alls konar hlutverk en eftir að Breaking Bad-þáttaröðinni lauk hefur hann haft fullt sjálfsval um hvaða leiktilboðum hann tekur .
Þetta frelsi hefur hann nýtt sér vel . Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Trumbo síðast og á þessu ári hefur hann birst t . d . í hinni þrælgóðu The Infiltrator sem hörkutólið Robert Mazur , talað fyrir Li í Kung Fu Panda 3 , leikið taugasjúklinginn Howard Wakefield á snilldarlegan hátt í samnefndri mynd og Lyndon B . Johnson Bandaríkjaforseta í sjónvarpsmyndinni All the Way . Tvær síðastnefndu myndirnar eiga pottþétt eftir að afla honum margra verðlauna á næsta ári .
... og ekki síðri sem Lyndon B . Johnson í All the Way .
14 Myndir mánaðarins
Bryan þykir algerlega frábær í myndinni Wakefield ...
Núna í desember snýr hann svo aftur á gamlar slóðir gamanleiksins þegar hann leikur pabbann í myndinni Why Him ? ( sjá hér aftar í blaðinu ), en orðrómurinn
segir að þar sé á ferðinni ein af fyndnustu myndum ársins . Og listinn er langt frá því að vera tæmdur því á dagskrá Bryans næstu mánuði eru einar sjö myndir , hver annarri ólíkari , og vonandi náum við að fjalla um þær flestar í næstu blöðum .
Justin Kurzel , Marion Cotillard og Michael Fassbender .
Frá Macbeth og Shakespeare í Aguilar og Assassin ´ s Creed
Það má alveg reikna með að föstudagurinn 30 . desember verði sögulegur í kvikmyndasögunni því þá verður frumsýnd myndin Assassin ´ s Creed eftir leikstjórann Justin Kurzel með Michael Fassbender í hlutverki Callums Lynch sem í fortíðinni tekur sér bólfestu í vígamanninum Aguilar og Marion Cotillard
Sagt er að Assassin ´ s Creed innihaldi bestu parkouratriði sem nokkurn tíma hafi verið kvikmynduð .
í hlutverki Sophiu Rikkin sem sendir Callum aftur í tímann . Við erum samt ekki að segja að dagurinn verði sögulegur af þeirri ástæðu einni heldur vegna þess að orðrómurinn segir að myndin sé sú besta sem hingað til hefur verið gerð eftir tölvuleik , en eins og flestir vita eru þær orðnar nokkrar og hafa fæstar þeirra náð að standa undir ýtrustu væntingum kvikmyndaunnenda þótt sumar hafi vissulega verið alveg ágætar .
Eitt af því sem gerir mann bjartsýnan á að orðrómurinn um gæði myndarinnar sé sannur er að leikstjóri er Justin Kurzel sem síðast gerði hina mögnuðu Macbeth ( sem var einmitt með Michael Fassbender og Marion Cotillard í aðalhlutverkum ), og er þekktur fyrir gæði í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur . Annað er að Michael Fassbender er líka framleiðandi myndarinnar og að hann er ekki síður þekktur fyrir að hafna allri handvömm . Sem framleiðandi ræður hann miklu meira um endanlega gerð myndarinnar en ef hann væri eingöngu leikari og það eitt gefur manni góða von um gæðin . Við fáum fullvissuna 30 . desember !