Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 27
Breakable You – Ice Girls
Breakable You
Allar fjölskyldur eiga sér sögu
Sálfræðingurinn Eleanor Weller er ósátt við skilnað sinn og eiginmannsins,
rithöfundarins Adams Weller sem sjálfur glímir við alvarlega krísu í sínu lífi.
En þegar Eleanor og bróðir Adams, Paul, byrja saman versnar í því fyrir alla.
Breakable You er gerð eftir samnefndri skáldsögu Brians Morton sem kom út árið
2006. Þetta er gamandrama með rómantísku ívafi svo langt sem það nær því
vandræðalegri verður rómantíkin varla en í þessu tilfelli. Inn í málin blandast
dóttir þeirra Eleanor og Adams, Maud, en hún er í heimspekinámi og er að skrifa
ritgerð um atferli manna, sér í lagi það sem ekki þykir siðlegt. Sjálf er hún ekki
nein fyrirmynd í þeim efnum. Þegar síðan Adam fær tækifæri til að eigna sér verk
látins vinar og grípur það sjálfum sér til frægðar og framdráttar er botninum náð
innan þessarar litlu fjölskyldu og eitthvað verður undan að láta ...
116
VOD
mín
Aðalhl.: Holly Hunter, Tony Shalhoub, Alfred Molina og
Cristin Milioti Leikstj.: Andrew Wagner Útgef.: Sena
Gamandrama
26. apríl
Holly Hunter og Tony Shalhoub leika hjónin fyrrverandi Eleanor og Adam Weller.
Ice Girls
Ævintýri á ís
Mattie er ung og efnileg skautastúlka sem er nálægt því að fá skólastyrk
vegna hæfileika sinna þegar slys á skautasvellinu leiðir til þess að hún
neyðist til að draga sig út úr mótinu sem hún þurfti nauðsynlega að keppa
á til að fá styrkinn. Á hún möguleika á að ná aftur fyrri stöðu?
Ice Girls er íþrótta- og fjölskyldumynd með gamansömu ívafi og skartar í aðalhlut-
verkum tveimur skautadrottningum, þeim Michaelu du Toit og Taylor Hunsley,
auk þeirra Natöshu Henstridge, Löru Daans og Elvis Stojko sem er þrefaldur
heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari í listdansi.
Þegar Mattie slasast leiðir það ekki bara til þess að hún missir af skólastyrknum
heldur neyðist hún til að flytja ásamt móður sinni til heimabæjar síns á ný þar
sem segja má að þær þurfi báðar að byrja upp á nýtt. En kannski, þegar upp
verður staðið, var þetta í raun það besta sem gat komið fyrir þær mæðgur ...
VOD
90
mín
Aðalhl.: Michaela du Toit, Lara Daans, Natasha Henstridge
og Taylor Hunsley Leikstj.: Damian Lee Útgefandi: Sena
Fjölskyldumynd
26. apríl
Skautadrottningarnar Michaela du Toit og Taylor Hunsley í einu atriði
myndarinnar en hún inniheldur að sjálfsögðu mörg flott skautaatriði.
Myndir mánaðarins
27