Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 25
Pitch Perfect 3
Hinn eini sanni samhljómur
Eftir að hafa útskrifast hafa skólasysturnar og vinkonurnar
sem skipuðu sönghópinn Bellurnar tvístrast og reyna nú að
standa sig hver í sínu lagi á hinum almenna vinnumarkaði.
Þær sakna þó allar gamla tímans og þegar þær fá óvænt
tækifæri til að taka þátt í söngkeppni á Spáni slá þær til.
Bíómyndin Pitch Perfect sló óvænt í gegn árið 2012, enda laufléttur
og ærslafullur farsi sem gekk fullkomlega upp í bland við frábær
söngatriði og tónlist sem naut mikilla vinsælda. Það kom því engum
á óvart að mynd númer tvö yrði gerð árið 2015 og svo fór að hún
varð enn vinsælli en sú fyrsta. Þegar það var orðið ljóst var ákveðið
að slá til í þriðju myndina sem nú kemur út á DVD og VOD 26. apríl.
Sagan hefst eftir að elstu Bellurnar hafa lokið námi og eru komnar
í ýmis og fjölbreytt störf út um hvippinn og hvappinn. Þær eru
misánægðar með það og sakna hver annarrar og að sjálfsögðu
lífsins með sönghópnum en með honum unnu þær m.a. það afrek
að verða heimsmeistarar í söng og sviðsframkomu án hljóðfæra.
Dag einn fá þær tækifæri til að hittast á ný og það er ekki að sökum
að spyrja að ein þeirra hefur komist á snoðir um söngkeppni á Spáni
sem þeim býðst að taka þátt í. Það þarf ekki að nefna þetta tvisvar
og áður en varir er hópurinn kominn til Spánar þar sem þeirra bíður
erfiðasta keppnin til þessa því í þetta sinn er sönghópunum sem
keppa leyft að koma með hljóðfæri og nota þau á sviðinu ...
Pitch Perfect 3
Gamanmynd / Tónlist
93
DVD VOD
mín
Aðalhlutverk: Anna Kendrick, Hailee Steinfeld, Rebel Wilson, Ruby
Rose, Elizabeth Banks, Brittany Snow, Anna Camp, John Michael
Higgins og Alexis Knapp Leikstjórn: Trish Sie Útgefandi: Myndform
Amy reynir hér að hugga Becu sem leiðist svo í hversdagsvinnunni að
hún ákveður að segja upp og láta sér frekar leiðast heima í staðinn.
26. apríl
Punktar ....................................................
HHHH - Guardian HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - Variety
HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH - Chicago Tribune
Flestar leikkonurnar úr fyrri myndunum mæta til leiks á ný í þessari
og eins og í mynd tvö eru nýir sönghópar kynntir til sögunnar sem
óhætt er að segja að séu hver öðrum betri, enda var lögð áhersla á
að gera sviðs- og söngatriðin í Pitch Perfect 3 þau bestu hingað til.
l
Að sjálfsögðu fylgjast þau John og Gail með öllu sem gerist en
þau eru sem fyrr leikin af John M. Higgins og Elizabeth Banks.
Veistu svarið?
Ein af þeim sem snúa hér til baka er leikkonan Hailee
Steinfeld sem var tilnefnd í fyrra til Golden Globe-
verðlaunanna fyrir leik sinn í The Edge of Seventeen og
á það afrek að baki að hafa verið tilnefnd til Óskars-
verðlauna fyrir sína fyrstu mynd. Hvaða mynd?
True Grit.
Myndir mánaðarins
25