Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 15

24 Hours to Live – A Ghost Story 24 Hours to Live Kapphlaup við tímann Segja má að CIA-leyniþjónustumaðurinn Travis Conrad hafi fórnað öllu, bæði fjölskyldu sinni og eigin lífi, fyrir ættjörðina. En það er ein fórn eftir! 24 Hours to Live er hasarmynd sem líkt hefur verið við John Wick-myndirnar enda er hasarinn svo að segja stanslaus frá upphafi til enda. Um leið er sagan krydduð með vísindaskáldskap enda er aðalpersónan, Travis Conrad, dauður í upphafi myndar- innar eftir að hafa fórnað öllu fyrir starf sitt. Á einhvern dularfullan hátt er hann lífgaður við og á úlnlið hans er komin klukka sem telur niður þá 24 klukkutíma sem honum hafa verið gefnir til að ... ja, gera hvað? Um það veit Travis í raun ekkert til að byrja með frekar en áhorfendur. Það eina sem hann veit er að eiginkona hans og sonur eru dáin og fyrir dauða þeirra vill hann hefna, svo og sinn eigin dauða. En hver ber ábyrgð á því að hann var lífgaður við og til hvers ætlast sá af honum? 93 VOD mín Aðalhlutv.: Ethan Hawke, Rutger Hauer, Qing Xu og Paul Anderson Leikstjórn: Brian Smrz Útg.: Myndform Ethan Hawke leikur CIA-manninn Travis Conrad sem eftir að hafa látið lífið við skyldustörf er lífgaður við og gefnar 24 klukkustundir til að hefna ófara sinna. 6. apríl Hasar A Ghost Story Lífið frá sjónarhóli hins látna Líf ungra hjóna sem komið hafa sér upp heimili í Dallas breytist að eilífu þegar eiginmaðurinn deyr í bílslysi. En þar með er saga hans rétt að byrja. A Ghost Story er afar sérstök mynd svo ekki sé meira sagt. Þetta er draugasaga en í þetta sinn er hún sögð frá sjónarhóli vofu hins látna sem fær tækifæri til að stíga inn í „ljósið“ eftir dauða sinn en hafnar því og gerist í staðinn draugur í húsinu sem hann bjó í þegar hann lést. Þar fylgist hann með ekkju sinni glíma við sorg- ina og söknuðinn og hvernig hún smám saman nær áttum á ný. En hvað svo? Punktar ............................................................................................ HHHHH - Telegraph HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Chicago Tribune HHHHH - L.A.Times HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - USA Today HHHH 1/2 - Indiewire HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - Hollywood Reporter HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - Variety HHHH - The Guardian A Ghost Story hefur fengið toppdóma allra virtustu gagnrýnendanna á Metacritic þar sem hún er með 8,4 í meðaleinkunn. l Myndin hefur einnig hlotið fjölmörg verð- laun á kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafsins og samtök gagnrýnenda í Bandaríkjunum útnefndu hana eina af tíu bestu óháðu myndum ársins 2017 l VOD 92 mín Aðalhl.: Casey Affleck, Rooney Mara, McColm Cephas Jr. og Kesha Leikstj.: David Lowery Útg.: Síminn og Vodafone Fantasía / Drama 6. apríl Þetta er í annað skipti sem þau Casey Affleck og Rooney Mara leika aðalhlutverkin í mynd eftir David Lowery því það gerðu þau einnig í mynd hans Ain’t Them Bodies Saints sem var frumsýnd 2013. l Casey Affleck og Rooney Mara fara með aðalhlutverkin í A Ghost Story. Myndir mánaðarins 15