Menntaskólinn í Reykjavík bæklingur | Page 10

AÐBÚNAÐUR • Í skólanum er bekkjakerfi þar sem nemendur fylgjast að og geta tengst traustum vináttuböndum. • Skólinn er einsetinn og hver bekkur hefur sína heimastofu. • Allar kennslustofur í skólanum eru búnar nettengdum tölvum og skjávörpum. Í kennslustundum má því ferðast um veraldarvefinn og skoða margmiðlunarefni eftir þörfum. • Skólinn hefur yfir að ráða raungreinahúsi með glæsilegar sérstofur fyrir m.a. eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði líffræði og tölvufræði. Allar eru stofurnar búnar nýjustu tækjum, hver á sínu sérsviði. • Í skólanum eru margmiðlunarver þar sem nemendur geta m.a. unnið að verkefnum sínum ýmist einir eða undir handleiðslu kennara. • Bókhlaðan Íþaka sér þér fyrir bókum, tímaritum, kvikmyndum, geisladiskum, hljómplötum, landakortum, myndböndum og úrklippum. • Boðið er upp á ýmis konar stoðþjónustu. Unnt er að sækja ráðgjöf í persónulegum málum hjá hjúkrunarfræðingum og námsráðgjöfum. Jafnframt er boðið upp á stoðtíma í mörgum námsgreinum.