Kiwanisraffréttir November 2012 | Page 3

Fréttahornið

3

Hjördís Harðardóttir er:

Fyrsta konan til að gegna stöðu umdæmisstjóra!

Eftir tæplega 50 ár farsælt Kiwanisstarf á Íslandi og í Færeyjum er loksins komið að því að fyrsta konan taki við umdæmisstjórnartaumunum. Þetta skeður einnig á því ári er hreyfingin fagna 25 ára afmæli kvenna í Kiwanis. Raffréttir tóku hús á Hjördísi og forvitnuðust um hagi hennar, Kiwanisáhuga, markmið, áherslur o.fl.

Alltaf Garðbæingur?

Nei ég er fædd og upp-

alin í Reykjavík, en hef

búið í Garðabæ í 20 ár

Lífeindafræðingur?

Lífeindafræðingar vinna

við að rannsaka líkams-

sýni til þess að grein-

ing fáist á sjúkdómum og vinna á rannsókn-astofum á heilbrigðisstofnunum og víðar. Ég útskrifaðist sem lífeindafræðingur með BSc próf árið 1989.

Sólborg eða Korpa? Ég byrjaði minn Kiwanisferill árið 1995 í Korpu sem var kvennaklúbbur í Reykjavík, en árið 1999 lá leið mín í Sólborg í Hafnarfirði.

Kvennanefnd og fjölgun kvenna? Kvenna-nefnd hefur unnið mjög vel síðustu ár og hefur stöðugt verið að leita leiða til að láta konur vita að þær eru velkomar í Kiwanis. Nefndin á heiðurinn af græðlingsklúbbnum Dyngju, nýja kvennaklúbbnum í Reykjavík. Nú vinnur nefndin að því að stofna klúbb fyrir konur sem eru hættar að vinna úti og geta því fundað á miðju degi. Ég hef verið í nefndinni í þrjú ár, mjög skemmtilegur tími, það er svo gaman og gefandi að segja konum frá öllu því góða starfi sem við erum að vinna í Kiwanis. Alltof margar konur vita ekki að þær eru velkomnar í Kiwanis, því verður að breyta.

Áhugamál fyrir utan Kiwanis? Ég hef miklinn áhuga á ganga á fjöll og vera úti í náttúr-unni og ferðast. Ég á mér líka annað skemmtilegt áhugamál sem er matargerð, en alltaf er gaman að vera með fjölskyldunni og í góðra vina hóp.

Heimilishald og Kiwanis? Gengur bara vel, enda á ég góða fjölskyldu sem hjálpast að. heimilisverkin.

1013-2013? Eitt að markmiðum mínum í fjölgun er að félagar verði 1013 árið 2013. Eins og flestir vita þurfum við að verða 1000 félagar til þess að vera áfram fullgilt umdæmi. Okkur vantar ekki marga félaga til þess að ná þessu því í dag eru Kiwanis-félagar í umdæminu um 960. Það skeður ekki af sjálfu sér, allir þurfa að leggjast á eitt.

Markmið – Áherslur- Framtíðarsýn? Markmið mín eru, Efling-Sýnileiki-Jákvæðni-Framsækni. Kjörorðið sem ég valdi er "Kiwanishjarta er allt sem þarf". Þetta finnst mér segja svo margt um okkur Kiwanisfélaga og hvað við erum að gera. Við vinnum öflugt starf og styrkjum þá sem minna mega sín vegna þess að í okkur slær Kiwanishjarta. Áherslur verða meðal annnars lagðar á fjölgun, við ætlum að vera með breytt fyrirkomulag á útbreiðslu og fjölgunarnefndinni og Kvennanefnd tekur á sig breytta mynd. Ef vel verður haldið utan um þessi mál, ættum við að geta náð góðum árangri. Taka vel á móti nýjum félögum og fræða þá um Kiwanis. Fræðslunefnd mun því bjóða upp á nýliðafræðslu í tengslum við svæðisráðstefnu sem að sjálfsögðu verður opin öllum þeim félögum sem áhuga hafa á að koma og rifja upp. Eitt að markmiðum mínum fyrir komandi ár er sýnileiki, umdæmisstjórn mun verða sýnlegri en áður, við ætlum líka að halda Kiwanisfélögum vel upplýstum um þau mál sem eru í gangi hverju sinni og þess vegna var ákveðið að vera með Raffréttir sem nú birtast ykkur í fyrsta sinn. Ný Fyrirmyndarviðmið verða kynnt fyrir klúbbunum svo klúbbar viti strax í upphafi eftir hverju er farið þegar fyrirmyndarkúbbur er valinn. Lyklamerkin 1-2-3 sem veitt eru þeim sem mæla með nýjum félögum verða áfram. Þeir sem mæla með einum félaga fá bronsmerki, þeir sem mæla með tveimur frá silfur og gull ef mælt er með þremur eða fleirum. Hægt verður að fá fá 1-2-3 merkin hjá umdæmisritara. Farið verður yfir þetta á fræðslu á þingi fyrir verðandi embættismenn og allar þær viðurkenningar sem veitar eru í lok starfár verða gerð góð skil. Á starfárinum munu fleiri nýjungar birtast ykkur sem vonandi verða til góðs og er hluti af framsækni sem er eitt að markmiðum næsta starfsárs. Jákvæðni er líka eitt að markmiðunum sem er eitthvað sem við öll ættum að tileinka okkur sérstaklega þegar við sinnum Kiwanisstarfinu. Þeir sem eru jákvæðir eru ofast glaðir og laða að sér fólk og allt verður skemmtilegra.

Mín framtíðarsýn er að Kiwanishreyfingin eigi eftir að vaxa og dafna vel á komandi árum. Til þess að svo verði þá verðum við að hlúa vel að henni með eflingu, sýnileika, jákvæðni og framsækni og það getum við öll. Það eina sem við þurfum er Kiwanishjarta.

Fyrirmyndin

Ég get ekki annað en litið upp til allra þeirra sem hafa staðið í brúnni í umdæminu, þeir hafa allir unnið frábært starf og eiga heiður skilið fyrir sitt framlag. Fyrrverandi umdæmisstjórar eru því mínar fyrirmyndir í Kiwanisstarfinu.

1013-2013? Eitt að markmiðum mínum í fjölgun er að félagar verði 1013 árið 2013. Eins og flestir vita þurfum við að verða 1000 félagar til þess að vera áfram fullgilt umdæmi. Okkur vantar ekki marga félaga til þess að ná þessu því í dag eru þeir um 960. Það skeður ekki af sjálfu sér, allir þurfa að leggjast á eitt.

Markmið – Áherslur- Framtíðarsýn? Markmið mín eru, Efling-Sýnileiki-Jákvæðni-Framsækni. Kjörorð mitt er "Kiwanishjarta er allt sem þarf". Þetta finnst mér segja svo margt um okkur Kiwanisfélaga og hvað við erum að gera. Við vinnum öflugt starf og styrkjum þá sem minna mega sín vegna þess að í okkur slær Kiwanis-hjarta. Áherslur verða meðal annnars lagðar á fjölgun, við ætlum að vera með breytt fyrirkomulag á útbreiðslu- og fjölgunarnefndinni og Kvennanefnd tekur á sig breytta mynd. Ef vel verður haldið utan um þessi mál, ættum við að geta náð góðum árangri. Tökum vel á móti nýjum félögum og fræðum þá um Kiwanis. Fræðslunefnd mun bjóða upp á nýliðafræðslu í tengslum við svæðis-ráðsfundi sem að sjálfsögðu verða opnir öllum þeim félögum sem áhuga hafa á að koma, læra og rifja upp. Annað markmið mitt er sýnileiki. Umdæmisstjórn mun verða sýnlegri en áður, við ætlum líka að halda Kiwanisfélögum vel upplýstum um þau mál sem eru í gangi hverju sinni og þess vegna var ákveðið að vera með Raffréttir sem nú birtast ykkur í fyrsta sinn (frh. bls. 12).