Efnisyfirlit
Fylgt úr hlaði............................ 2
Viðtal við umdæmisstjóra...........3
Stöðvum stífkrampa (myndband).4
Eliminate Módel klúbbar ........... 5
Ávarp heimsforseta (myndb.)..... 5
Þar sem á brennur
Þingræðaæða Eyjólfs Sigurðsonar
um stærðarmál umdæmisins.......6
Þingsályktun um umdæmisstærð
frá umdæmisþingi......................7
Haldið til haga
Konur í Kiwanis........................10
Fyrsti fýr fær orðið.................. 12
Konur í Kiwanis....................
Fylgt úr hlaði
2
Hér áður fyrr tíðkaðist að umdæmis-
stjórar sendu reglulega frá sér frétta-pistla um það helsta á Kiwanisdöfinni hverju sinni. Fréttabréfin voru þá gjarna fjölfölduð og send í alla klúbba. Hin síðari ár hafa sams konar pistlar verið sendir rafrænt til allra félaga. Markmiðið var og er að færa störf umdæmisins nær grasrótinni og halda félögum upplýstum um gang sem flestra mála.
Vitað er að margir félagar hafa ekki aðgang að netinu og tölvupósti, en þeim fer fækkandi. Engu að síður er fyrir-sjánleg nauðsyn þess að halda prentuðum Kiwanisfréttum úti enn um sinn. Útgáfutíðni og efnistök koma þó í veg fyrir að þær séu eiginlegur fréttamiðill. Útgáfukostnaður blaðsins hefur aukist úr hófi þannig að undirrituðum þykir eðlilegt að huga að annarskonar og framsæknari frétta-miðlun. Í þessu samhengi er heimasíðan, kiwanis.is, mjög mikilvæg sem höfuð-upplýsingamiðill okkar og tengill innávið og nauðsynlegt andlit útávið. En þar með er ekki sagt að það megi ekki prufa eitthvað nýtt!
Oft hefur heyrst að brjóta þyrfti upp útgáfu, fræðlsu og upplýsignamiðlun í hreyfingunni og færa hana í nútímalegra horf. Það er von okkar að Raffréttir sé skref í þá átt. Stefnt er að því að þær komi út 4-6 sinum á ári og að þar verði málefnin rædd af hreinskilni, kannanir gerðar, tekin verða viðtöl, gestapennar og hagyrðingar fá sitt pláss. o.fl
Þetta fyrsta tbl er þó helgað þeim löngu tímabæru tíðindum að kona er í fyrsta sinn að setjast í leiðtogaastól umdæmisins. [ÓG]
Raffréttir-Kiwanisfréttir í rafrænu formi
1. árg 1. tbl. nóv 2012
Útgef: Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar
Ábyrgð: Hjördís Harðardóttir
Riststjóri: Óskar Guðjónsson
Útgáfutíni: 4-6 sinnum á ári
Auglýsingar 3- 5-10 þúsund krónur
Forsíðumynd: Á vit nýrra tíma í tilefni þess
að nú leiðir kona hreyinguna í fyrsta skipti
:
Ekki
gera ekki neitt!
Viltu auglýsa í Raffréttum?
Heilsíða ....... 10 þúsund kr.
Hálfsíða......... 5 þúsund kr
Minni auglýsing 3 þúsund kr.
Hafið samband við ristjóra
og gangið frá málinu.