Hamar - Körfuknattleiksdeild Raða upp fyrir blað | Page 17
Þegar þessi pistill er ritaður fyrsta dag nóvember mánaðar er akkúrat mánuður
liðinn af keppnistímabilinu. Eftir fimm fyrstu leiki tímabilsins sitjum við
Hamarsmenn í efsta sæti deildarinnar ósigraðir. Framundan er gríðarlega langt,
erfitt en jafnframt spennandi og vonandi skemmtilegt tímabil.
Okkur Hamarsmönnum er spáð efsta sæti deildarinnar af þjálfurum, fyrirliðum og
formönnum andstæðinga okkar í 1.deildinni og er full ástæða til. Liðið er skipað
reynslumiklum erlendum og íslenskum leikmönnum í bland við heimastráka sem
annaðhvort eru að koma upp eða snúa heim eftir nokkur ár annars staðar.
Eftir alltof mörg ár þar sem Hamarsliðið hefur verið hársbreidd frá því að tryggja
sér sæti í efstu deild gegnum úrslitakeppnina er stefnan í vetur einróma sett á að
vinna deildina og komast þar með beint upp í efstu deild, Dominos -deildina - þar
sem við viljum vera.
Liðið í vetur er einstaklega skemmtilegt. Hátt stigaskor og hraður bolti einkenna
leik liðsins. Margir leikmenn okkar sýna tilþrif sem Hvergerðingar ættu ekki að láta
fram hjá sér fara. Flestir heimaleikir liðsins eru á föstudagskvöldum klukkan 19:15,
frábær tímasetning til að rölta út í íþróttahús og hvetja liðið áfram.
Áfram Hamar – förum alla leið saman!