Hamar - Körfuknattleiksdeild Raða upp fyrir blað | Page 16
Í haust var tekin sú ákvörðun að senda B-lið Hamars í meistarflokk karla til keppni.
Það var Daði Steinn Arnarsson sem fékk þessa hugmynd að skrá lið til keppni í 3 deild.
Daði Steinn er jafnframt þjálfari liðsins ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.
Í liðinu koma m.a saman ungir og efnilegir strákar sem eru í akademíu FSU og spila þar
með drengjaflokk ásamt því að æfa með meistarflokk Hamars. Einnig eru þarna
leikmenn sem hefa verið að spila með meistaraflokk Hamars í gegnum árin en hafa eftir
atvikum ekki tíma til að sinna því mikla álagi sem fylgir því að æfa og spila með A -liðinu,
oft vegna persónulegra aðstæðna, anna o.fl. Svo eru þarna gamlar kempur sem eru
ekki alveg tilbúnir að leggja skóna á hina frægu hillu.
Það verður að segjast eins og er að þetta hefur reynst alveg stórskemmtileg
blanda. Þarna er hver á sýnum forsendum. Eldri leikmenn miðla reynslu til þeirra yngri
og þeir yngri sjá til þess að þeir eldri fái að puða. Það verður að teljast lúxusvandamál að
hafa úr svo mörgum leikmönnum að spila og geta telft fram tveimur liðum í meistaraflokk
karla. Þetta sýnir berlega hversu mikill kraftur er í starfinu hjá körfuknattleiksdeildinni.
Þegar þetta er skrifað er liðið í 2-3 sæti í 3 deildinni.
Ég vil hvetja sem flesta að mæta á leiki hjá liðinu.
Leikjaplan vetrarins er hægt að nálgast á ww.kki.is.
Hjalti Helgason