Fréttabréf júlí 2017 | Page 4

Um Williams & Halls lyfjafyrirtæki

Starfsmenn

Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri

S: 527-0610 / [email protected]

Laufey Vilhjálmsdóttir, fjármál og upplýsingatækni

S: 527-0650 / [email protected]

Elfar Halldórsson, vörustjórnun

S: 527-0630 / [email protected]

Hildur Pálsdóttir, sölu- og markaðsstjóri

S: 527-0620 / [email protected]

Williams & Halls var upphaflega stofnað á eyjunni Mön árið 2007 af hjónunum Laufeyju Vilhjálmsdóttur og Torfa Rafni Halldórssyni en fyrirtækið er nefnt eftir þeim (Vilhjálmsdóttir og Halldórsson). Árið 2009 var fyrirtækið flutt til Íslands og starfar eingöngu hér. Fyrsta lyfið kom á markað árið 2010 og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt síðan þá. Williams & Halls er með lyf á markaði undir eigin nafni og auk þess lyf í umboðssölu og lækningatæki. Nú eru tæplega 50 lyf og lækningatæki til sölu hjá fyrirtækinu.

Af hverju að velja lyf fra Williams & Halls?

Lyf frá Williams & Halls fara nánast aldrei á biðlista enda leggjum við mikla áherslu á góða vörustjórnun. Þannig vill fyrirtækið stuðla að auknu lyfjaöryggi og koma í veg fyrir öra skiptingu milli samheitalyfja. Lyfin frá Williams & Halls eru á hagstæðu og samkeppnishæfu verði hvort sem um er að ræða sjúkrahúslyf eða lyfseðilsskyld lyf úr apóteki.