Edu-paths Magazine 1 | Page 4

Myndin er tekin í þjóðgarðinum Font Roja. Talið frá vinstri: Luis, Carolina, Ronald, Andrea, Jan, Nicolas og Charles. Á myndina vantar Idu. Öll stór verkefni þurfa góðan undirbúning og galt það einnig um þetta erasmus+ verkefni okkar. Dagana 14.-16. október 2018 hittust í fyrsta sinn kennarar frá löndunum fjórum sem taka munu þátt í þessu verkefni. Luis og Carolina voru heimamenn og gestgjafar í Alcoi, Spáni sem skipulögðu rammann utan um fundarhöldin og sýndu okkur náttúru og menningu í sínu umhverfi. Jan Kopcak frá Slóvakíu, stjórnandi verkefnisins sá um dagskrárliði fundanna. Á þessum dögum fengum við tækifæri til að kynnast hvert öðru, fara yfir tæknileg atriði og gera áætlanir. Bæði hádegismatur og kvöldmatur á Spáni getur tekið klukkustundum saman og myndaðist þá óformlegur vettvangur frekari samræðna um verkefnið og samstarfið okkar. Ronald