Edu-paths Magazine 1 | Page 18

fannst þetta líkjast Cheerios hringjum frá okkar sjónarhorni. Hún fór svo með okkur á safnið þar sem fyrstu tækin voru geymd og hún sagði okkur frá sögu fram- leiðslunnar. Eftir kynninguna fengum við eina dós af ólífum til að eiga. Síðan fórum við í göngutúr frá verksmiðjunni til ráðhússins. Þar biðum við í svolítinn tíma en við nýttum tímann til hlaða símana, slaka á eða skoða um. Þar kom loksins maður sem er aðstoðar- maður bæjarstjórans og fór með okkur í sal. Hann sagði okkur frá starfseminni og síðan ætlaði hann að sýna okkur myndband en skjá- varpinn var bilaður. En í staðinn leyfði hann okkur að setjast í sæti og fá mynd af okkur í þeim. Þegar heimsókninni var lokið löbbuðum við aftur upp í skóla og fengum hádegismat þar. Eftir að hádegismatnum var lokið tókum við farangurinn í rútuna og fórum í textíl - efna verksmiðju. Þau hanna efni í t.d. gardínur, rúmföt og áklæði. En áður en við fengum að fara inn þurftum við að fá nafnspjald með nafninu okkar, vegabréfsnúmeri og dagsetningu. Við fórum þangað inn og þar tók við okkur maður sem sagði okkur frá verksmiðjunni og framleiðslunni. Við fengum að labba inn á lagar með öllu efnunum og í verksmiðjuna til að sjá tækin og þegar það var verið að vefja efnin á miklum hraða. Það var samt mjög erfitt vegna þess að við máttum ekki snerta tækin þegar það var verið að þræða sem gerði það en erfiðra. Eftir kynninguna á verksmiðjunni fengum við öll gjafa poka. Í pokanum var pennaveski úr efni sem þau hönnuðu og í pennaveskinu var penni og blýantur merktur „KA international" sem er nafnið á verksmiðjunni. Það fylgdi líka bæklingur á spænsku frá verksmiðjunni með myndum frá hönnuðunum og einhverjar upp- lýsingar um efnin. Eftir þessa kynningu var öll dagskráinn búinn úr þessari ferð. Við fórum aftur í rútuna til Alcoy með Spánverjana. Því að við íslenski og franski hópurinn gátum farið til Alicante og eytt helginni þar en hópurinn frá Slóvakíu fór beint upp á flugvöll. En þar tók við erfið kveðjustund við Spánverjana því margir voru orðnir góðir vinir á þessum fjórum dögum. En við gátum huggað okkur við það að sumir af Spánverjunum koma til Íslands í haust og það er mikil tilhlökkun fyrir því og við erum strax byrjuð að íhuga dagskránna. Aþena