Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 70

hvolpaeigendur velkomna og er þetta gróskumikla starf sem nefndir og félagsmenn standa að hvati fyrir nýja hvolpaeigendur að kynna sér starfið. Þið sem hugið að hvolpakaupum ekki hika við að hafa samband við félagsmenn, hvort sem er beint eða í gegnum Facebook-síðu deildarinnar. http:// w w w. f a c e b o o k . c o m / g r o u p s / retrieverdeild.hrfi/ Að lokum þakkar stjórn öllum sem hafa komið að starfinu hjá okkur fyrir frábært ár og hlakkar til að takast á við nýja tíma. F.h. stjórnar Retrieverdeildar, Heiðar Sveinsson Schäferdeild Flottur hópur í haustgöngu Schäferdeildarinnar sem fram fór í Hafnarfirði. Þann 24. ágúst hlaut ISCh OB 1 Kolgímu Blaze Hólm titilinn ISTrCh (Icelandic Tracking champion) með því að klára spor 3. Schäfer-tíkin Kolgrímu Blaze Hólm er fyrsti hundur á Íslandi til að hljóta sporameistaratitilinn. Til að hljóta titilinn þarf að klára sporapróf 1, 2 og 3. Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eiganda og stjórnanda Blaze, Sirrý Höllu, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Það er von okkar að Sirrý hafi nú rutt brautina og að Blaze sé bara fyrsti af mörgum sporameisturum í tegundinni á komandi árum. Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fór fram helgina 7.-8. september. Að þessu sinni voru skráðir 29 snögghærðir schäfer-hundar og fjórir síðhærðir. Besti hundur tegundar hjá snögghærðum schäfer varð Gjósku Osbourne-Tyson og besti hundur af gagnstæðu kyni varð RW-13 ISC