Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 64

Ræktun á ekki að snúast einungis um að ná fram ákveðnu útliti. Þættir eins og sterkar taugar eru mjög mikilvægir í daglegu lífi hunds og ætti ekki að hundsa í ræktun. Ljósm. Petr Studenik. Ekki gera málamiðlanir varðandi taugakerfi hundsins Höfundur: Juha Kares, Chic Choix-ræktun Þýðing: Guðrún Margrét Baldursdóttir Það er leyfilegt að gera málamiðlanir í hundarækt og raunar er ómögulegt að komast hjá því í sinni ræktun öðru hvoru. Það er þó eitt atriði sem ég tel að góður ræktandi megi aldrei gera málamiðlun um og það er taugakerfi hundsins. Með því á ég ekki við skapgerðina eingöngu heldur það hvort hundurinn hefur svokallaðar sterkar taugar eða ekki. Mín reynsla er sú að ef slakað er á varðandi þetta atriði í ræktunarstefnunni getur það haft áhrif í margar kynslóðir á eftir. Ég tel að of margir ræktendur í of mörgum tegundum hafi gert hræðileg mistök með því að huga ekki að taugakerfi ræktunardýra sinna. Afleiðingin af kæruleysinu eru margar taugaveiklaðar tegundir og einstaklingar innan þeirra sem eru slæmir á taugum. Hvers vegna ætti aldrei líta á þetta mikilvæga atriði sem léttvægt? Þegar ég skipulegg mína ræktun þá hef ég fjögur meginatriði Aftur á móti getur það verið alvarlegt vandamál hjá hundi í huga: ef taugakerfi hans er í molum, með öðrum orðum, ef hann 1) almennt líkamlegt heilbrigði er slæmur á taugum. Taugakerfið er nokkuð sem afar erfitt er 2) skapgerð að breyta í ræktun. Ef hundur er slæmur á taugum getur það 3) taugar og birst með ýmsum hætti. Skjálfti, uppköst, tilhneyging til að fá 4) hvernig einstaklingarnir líta út. niðurgang og almenn taugaspenna og streita getur haft slæm En hvar liggur munurinn á skapgerð og taugakerfi? 64 Ef ræktandinn hugsar um skapgerð og taugar sem tvö ólík áhrif á lífsgæði hunds á svo marga vegu við ólíkar kringumstæður. atriði í sinni ræktun þá „tvöfaldar” hann áhrifin af þeim þáttum er varða geðheilbrigði einstaklinganna innan sinnar ræktunar. Þetta tel ég að sé afar heppilegt þar sem skapgerð og geðheilsa hundins eru einna mikilvægust í hundarækt sem stunduð er af einhverri alvöru. Skapgerð getur falið í sér marga þætti, meðal annars umhverfis- og uppeldisþætti sem ræktandi og eigandi geta haft mikil áhrif á hjá hvolpi og fullorðnum hundi. Eiginleikar eins og vinnusemi og leikgleði er eitthvað sem ræktandi getur haft áhrif á í sínum línum með því að velja einstaklinga sem hafa þessa eiginleika í ríkum mæli. Verið getur að öðru hvoru fæðist einstaklingar sem ræktandanum finnst of „mjúkir” í skapi en það á ekki að þurfa að vera vandamál heldur eitthvað sem tiltölulega auðvelt á að vera að breyta með framtíðarkynslóðir í huga og þ