Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 62

Stigahæsti ungi sýnandi ársins 2013 í yngri flokki Sigrún Sandra Valdimarsdóttir Höfundur: Brynja Kristín Magnúsdóttir Sigrún Sandra er 12 ára efnilegur ungur sýnandi sem á framtíðina fyrir sér. Hún endaði feril sinn í yngri flokki sem stigahæsti ungi sýnandinn ársins. Sigrún byrjaði ung að sýna og hefur brennandi áhuga á hundum og öllu sem tengist þeim. Hvernig kviknaði áhuginn á að sýna og hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir? Ég var 10 ára gömul þegar ég byrjaði að sýna í ungum sýnendum en töluvert yngri þegar ég fór á mína fyrstu sýningu. Ég byrjaði af því að ég hafði mjög mikinn áhuga á Frá Unglingadeild hundum og öllu sem tengist þeim, draumurinn er að fara út 62 á hundasýningu! Átt þú sjálf hund? Ég á chihuahua-hundinn, Theus sem er að verða 11 ára og amerísku cocker spaniel-mæðgurnar, Blíðu og Ronju. Hver er draumategundin þín? Það eru nokkrar; papillon, írskur úlfhundur, amerískur cocker spaniel og bedlington terrier. Áttu þér fleiri áhugamál fyrir utan hundana? Ég hef áhuga á öllum dýrum og svo er ég líka í kór. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gærir með hundunum þínum? Að sýna þá og auðvitað kúra með þeim líka. Hvernig þjálfar þú bæði þig og hundinn fyrir sýningar? Ég fer fyrst og fremst á sýningaþjálfanir. Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Dýralæknir! Sigrún Sandra með papillon í ungum sýnendum. Ljósm. Guðný Stefanía Tryggvadóttir.