Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 61

Hvaða tegundir finnst þér skemmtilegast að þjálfa og vinna með og af hverju? Mér þykir skemmtilegast að þjálfa og vinna með aussie. Vinnugleðin og áhuginn hjá þeim er gífurlegur en stríhærði vorsteh-hundurinn, Arkó, sem ég sýni, kemur mér sífellt á óvart á hverri æfingu. Hvernig þjálfar þú hundana og hvað finnst þér mikilvægast í þjálfun? Ég legg mikið upp úr virðingu og samstarfi við hundinn þegar ég þjálfa. Ég vil hafa æfingarnar fjölbreyttar og hrósa stöðugt fyrir rétta hegðun en leiðrétti þegar við gerum rangt. Ég er líka á því að alla hunda ætti að sýna í slökum taum, að minnsta kosti þær tegundir sem hlaupa, þar af leiðandi er taumsamband og samvinna mjög mikilvæg. Í lokin, eftir æfingar, finnst mér mjög mikilvægt að gera alltaf eitthvað skemmtilegt með hundinum. Einhver lokaorð? Við eigum öll að vera nærgætin og vanda orð okkar í garð annarra. Að styðja alla sem við getum í þessu áhugamáli, hvort sem það eru reyndir ræktendur eða ungir nýgræðingar, að hjálpa öllum sem við getum og sýna stuðning og samgleðjast hvert öðru. Ég vil þakka öllum fyrir ómetanlegan stuðning og traust þessi ár mín og fyrir að hafa lánað mér hunda í keppnir og á æfingar fyrir mót erlendis. En sérstaklega vil ég þakka ömmu minni, mömmu, Auði Sif, Þorbjörgu, Rannveigu Gauju, Sóleyju Höllu að ógleymdum þeim Maríönnu og Óla með Víkur-ræktun fyrir ómetanlegan stuðning sem ég hefði ekki getað verið án. Að lokum vil ég þakka Soffíu Kwaszenko og þeim sem stutt hafa Unglingadeild undanfarin ár sérstaklega! Án ykkar væri þessi deild ekki starfandi og án ykkar værum við ekki að hvetja unga fólkið áfram í þessu Theodóra og Shannon á útisýningu í Írlandi árið 2009. áhugamáli. Takk! 61