Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 60

Stigahæsti ungi sýnandi ársins 2013 í eldri flokki Theodóra Róbertsdóttir Frá Unglingadeild Höfundur: Erna Sigríður Ómarsdóttir 60 Theodóra Róbertsdóttir er 17 ára gömul og býr í Árbænum. Theodóra er stigahæsti ungi sýnandi ársins í eldri flokki árið 2013 en hún var einnig stigahæst árið 2010. Nú er ferli hennar í ungum sýnendum á Íslandi lokið enda hefur hún náð hámarksaldri sem leyfður er í keppninni. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Norðurlandakeppni ungra sýnenda í Helsinki í desember, ásamt þremur öðrum sem skipa lið Íslands. Síðasta sýningin hennar í ungum sýnendum verður í mars á næsta ári þegar hún verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni ungra sýnenda á Crufts en hún tók einnig þátt í þeirri keppni árið 2011. Ferillinn Theodóra hefur sýnt á öllum sýningum HRFÍ síðan hún fékk aldur til, eða alls 29 sýningum. Af þessum 29 hefur hún verið í úrslitum meðal fjögurra efstu á 26 sýningum. Hún náði þeim frábæra árangri að vera tvisvar sinnum Theodóra og Reese (Thornapple Seduction) í 1. sæti á nóvembersýningu HRFÍ 2013. Ljósm. Ágúst Ágústsson. stigahæsti ungi sýnandi ársins í yngri flokki og tvisvar sinnum í eldri flokki. Hún hefur fimm sinnum verið fulltrúi Íslands í erlendum keppnum og mun sýna í alþjóðlegi keppni ungra sýnenda á Crufts í mars 2014. Hún hefur einnig verið fulltrúi í íslenska landsliðinu í ungum sýnendum síðustu 5 ár sem er oftar en nokkur annar keppandi á Norðurlöndunum. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að fara á hundasýningar og sýna sjálf? Ég byrjaði að fara á hundasýningar mjög ung og fór á mína fyrstu sýningu erlendis 4 ára gömul. Ég byrjaði að mæta á allar æfingar um leið og ég mátti, eða strax á níunda ári og keppti á minni fyrstu sýningu í mars 2006 með írsku setter-tíkina, Alönu. Hvernig kom áhuginn? Ég var mikil ömmustelpa þegar ég var yngri og var hún í hundunum og sýndi hundana sína mikið. Ég átti svo góða fyrirmynd sem sýndi fyrir ömmu, hana Auði Sif, sem ég leit mjög mikið upp til. Hvernig hunda áttu? Ég á pug sem heitir Pétur og er 6 ára. Ég er svo meðeigandi ásamt Víkur-ræktun að aussie sem heitir Marley og er 20 mánaða . Svo finnst mér ég nú eiga smá í írsku setterunum hennar ömmu.