Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 53

Útlit Sérkennilegt og tignarlegt útlit weimaraner hundsins hefur heillað fólk um árabil. Hvolparnir eru með himinblá augu en við um það bil sex mánaða aldur breytist augnlitur þeirra yfir í gulan, gulgrænan eða móbrúnan lit. Weimaraner verður meðalstór, grár og ljóseygður hundur. Liturinn getur verið silfurgrár, grá-brúnleitur eða músargrár. Höfuð og eyru eru aðeins ljósari að lit. Hvítir flekkir eru leyfilegir á bringu og tám. Feldurinn er stuttur, þéttur og getur verið með eða án undirhára. Stærð rakka er um 59-70 cm á herðakamb og tíka 57-65 cm. Feldhirða er mjög einföld; létt burstun stöku sinnum og síðan þarf að fylgjast með eyrum og klippa klær. Weimaraner á Íslandi Á Íslandi eru 30 hundar á lífi á aldrinum 15 mánaða til 12 ára. Á undanförnum árum hafa verið fluttir inn sjö nýir hundar og frosið sæði til að styrkja stofninn; einn hundur frá Svíþjóð, einn frá Danmörku, fjórir hundar frá Bandaríkjunum og einn frá Bretlandi. Góð samstaða hefur náðst um ræktun tegundarinnar. Við eigum afar lítinn stofn en mjög sterkan, þetta er stofn sem kemur úr mjög góðum ræktunarlínum þar sem passað hefur verið upp á að halda inni heilbrigði, vinnueiginleikum, skapgerð og útliti tegundarinnar samkvæmt ræktunar- markmiðum. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við vel þekktan og virtan ræktanda, Virginiu Alexander, sem hjálpaði okkur að byggja upp nýjan stofn hér á landi. Weimaranerinn hefur verið sigursæll á sýningum HRFÍ og í dag eigum við á lífi sex alþjóðlega og níu íslenska meistara en helmingur stofnsins er mjög ungir hundar. Ánægjulegt er að geta þess að árangur weimaraner í sækiprófum fyrir standandi fuglahunda hefur verið framúrskarandi. Við eigum marga góða hunda á þessu sviði en má þar helst nefna margfaldan besta hund prófs, Bláskjár Skugga Jr. C.I.E AmCh ISShCh RW-13 Kasamar Antares „Tasó“ og afkvæmi hans voru valin besti afkvæmahópur dagsins á alþjóðlegri sýningu HRFÍ í september síðastliðnum. Ljósm. Ágúst Ágústsson. Weimaraner er uppátækjasamur hundur. Einn alþjóðlegi meistarinn okkar brá sér dag einn inn í næsta hús þegar húsráðandi var önnum kafinn. Næsta sem hann sér er grár hundur á leiðinni út úr húsinu með smjörstykki í kjaftinum og smjörhnífinn standandi upp úr. Sami hundur sást á hlaupum í sumarbústaðarhverfi með fulla grautarskál sem nágranninn hafði sett út til kælingar. Þrátt fyrir uppátæki sín er weimaraner frábær félagi og fjölskylduhundur. Einnig hefur tegundin náð árangri í rjúpnaprófum. © Rakel Ósk Sigurðardóttir Guðrún Hauksdóttir og Bláskjárs-hvolpar sem fæddust 2. janúar 2009. Ljósm. Gunnar Þór Gíslason. Vinarminnis Váli og Rafael Ísar. Ljósm. Rakel Ósk Sigurðardóttir. 53