Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 44

Hundaræktandinn Soffía og shih tzu-tíkin, ISCh Santosha Angeldust sem bíður staðfestingar á alþjóðlegum titli frá FCI (C.I.B.). Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Soffíu Kwaszenko þekkja flestir hundeigendur. Allt sem viðkemur hundum er henni kært og hefur hún frá því hún fékk sinn fyrsta hund alltaf verið virk í hundaheiminum og starfað á sýningum HRFÍ. Auk þess að reka fyrirtækið Dýrheima ehf. ræktar hún shih tzu-hunda undir ræktunarnafninu Íseldar. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á hundum og hundaræktun og af hverju heillast þú að þinni tegund? ég var stundum að hjálpa til við þýðingar Ég held að áhugi minn á hundum hafi fyrir sig. Í þá daga var ekki mikið úrval alla tíð verið til staðar. Ég ólst upp með af smáhundategundum hér á landi. greyhound-hundi að nafni Bruno. á tegundum fyrir sýningar HRFÍ hér áður fyrr en þá var yfirleitt þulur sem las upp helstu einkenni hverrar hundategundar Shih tzu var ekki til hérna þannig að ég las mér til um tegundina og hafði samband við erlenda ræktendur og talaði við erlenda dómara. Því meira sem ég lærði um tegundina því heillaðri varð ég, svo mikið að eftir fjögurra ára pælingar ákvað ég að hafa samband við David og Sue Crossley hjá Santosha-ræktun í Bretlandi. Við náðum góðu sambandi og úr varð að fyrstu shih tzu-hundarnir komu til landsins í ágúst 1994. Ég ætlaði í upphafi bara að flytja inn einn hund en þar sem Hann var skemmtilegur hundur sem sótti mig í skólann, tók upp á því að fara einn í bæinn í strætó og helsta áhugamálið hjá honum var að elta hjólandi lögreglumenn. Hann var yndislegur hundur sem var besti vinur minn í bernsku. Áhugi á hundaræktun vaknaði fyrir mörgum árum þegar ég kynntist HRFÍ og starfsemi þess í gegnum Þórhildi Bjartmarz og hundaskólann á Bala í Garðabæ. Mér fannst þau málefni sem HRFÍ stóð fyrir standa mér nærri. Ég kynntist shih tzu-tegundinni þegar Íseldar-ræktun, besti ræktunarhópur sýningar. 44