Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 35

Einstaklega heilbrigður st. bernharðshundur Gerard kvaðst hafa verið sáttur við valið á besta hundi sýningar. Þetta væri einstaklega heilbrigður hundur með frábærar hreyfingar og gæðin í tegundinni væru greinilega mikil og á við það besta annars staðar í heiminum. Hann var einnig ánægður með corgi-hundinn í öðru sæti en fannst enskur springer spaniel hafa átt erindi í verðlaunasæti. Afghan-hundurinn var einnig verið í uppáhaldi hjá honum. Hann sagði að hann hefði engin sérstök ráð til handa Íslendingum nema þau að halda áfram að vanda sig og þar væri sérstaklega mikilvægt að vanda valið á þeim hundum sem væru fluttir inn til ræktunar. Frumraun Ástu Maríu á alþjóðlegri sýningu Hin íslenska, Ásta María Guðbergsdóttir, er aðeins þrítug en hún lauk dómaranámi fyrir stuttu og er fyrst í hópi íslenskra dómaranema til að Tegundahópur 10: 1. sæti C.I.B. ISCh Alphaville’s Stand By Me Afghanhound Eigandi: Sunníva Hrund Snorradóttir Ræktandi: Yvonne Ljungkvist & Tommy Karlsson útskrifast sem dómari. Ásta María var ánægð með sýninguna í heild sem var að hennar mati mjög vel skipulögð. Ánægð með sigurvegara í chihuahua Ásta María dæmdi fjórar tegundir úr tegundahópi 9; chihuahua snögg- og síðhærðan, chinese crested og tíbet spaniel. Chinese crested-hvolpurinn var að mati Ástu bestur í sinni tegund og fannst henni hann mjög lofandi. Hún kvaðst ánægð með besta rakka og bestu tík í síðhærðum chihuahua. Í snögghærðum chihuahua var ungur rakki besti hundur tegundar. „Hann og annar besti rakki voru með dæmigert „attitude“ sem á að vera einkennandi fyrir tegundina en mér fannst vanta í marga hundana. Meistararakkinn var öldungur í mjög góðu líkamlegu ástandi. Meistaratíkin sem var besta tík var mjög falleg.“ Ásta sagði að höfuðlagið (eplalaga) væri einna mikilvægast í tegundinni og allir chihuahuahundarnir sem sigruðu hjá henni voru með slíkt höfuðlag. Í tíbet spaniel voru, að sögn Ástu, nokkrir mjög góðir einstaklingar og var hún mjög ánægð með bestu tík og besta rakka. „Þau voru bæði ótrúlega vel gerðir einstaklingar en á gólfinu hafði tíkin vinninginn vegna þess að hún bar sig örlítið betur en rakkinn.“ Besti ræktunarhópur sýningar lau. 1. Sæti St. Bernharðs síðh. Sankti-Ice Ræktandi: Guðný Vala Tryggvadóttir Umhverfisþjálfun og rétt bit mikilvægir þættir Aðspurð um ráð sagði Ásta að ræktendur í chihuahua þyrftu að gæta þess að rækta frá hundum með rétt bit. „Nokkrir þeirra voru með rangt bit og einhverjir með skakka kjálka sem þarf sérstaklega að gæta að vegna þess að augntönnin á það til að stingast upp í góminn.“ Einnig mælti Ásta með betri umhverfisþjálfun fyrir chihuahua. „Það er svo mikilvægt tegundareinkenni að þeir sýni ekki hræðslu og beri skottið þar af leiðandi ekki eins og þeir eiga að gera.“ Besti afkvæmahópur sýningar lau. 1. Sæti Siberian husky C.I.B. ISCh Anyka Bootylicious Babe & afkvæmi 35