Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 31

Bestu hundar sýningar Seamus dæmdi besta hund sýningar, eins og áður sagði, og kvaðst hafa verið ánægður með alla hundana í úrslitunum. Hann nefndi að snögghærður miniature dachshund væri mjög efnilegur og einnig væri welsh corgi pembroke hundurinn frábær en st. bernharðshundurinn hefði algerlega átt hug hans og hjarta. Pomeranian misjafnir Paula Heikkinen-Lehkonen frá Finnlandi var ánægð með skipulag sýningarinnar. „Allt gekk snurðulaust fyrir sig og starfsmennirnir voru framúrskarandi. Það eina sem ég get kvartað yfir er of há tónlist.“ Paula dæmdi fjölmargar tegundir á sýningunni og kvaðst ánægð með margar þeirra. Pomeranian fannst henni þó erfitt að dæma vegna þess af hve mismunandi tegundargerðum þeir voru. „Þeir voru mjög misjafnir. Í Ameríku er ein tegundargerð og á Englandi önnur. Það skiptir mig miklu máli að undir öllum feldinum sé sterkur líkami Besti hundur sýningar 2. sæti RW-13 ISCh Ryslip Celtic Tiger at Craigycor Welsh corgi pembroke Eigandi: Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir Ræktandi: Mrs. Caty Elizabeth Cartlidge sem er rétt byggður.“ Hún var ekki hrifin af alaskan malamute sem voru margir hverjir allt of stórir. Ánægð með tegundir í tegundahópi 8 Í tegundahópi 8 dæmdi Paula enskan springer spaniel, golden retriever, enskan cocker spaniel og amerískan cocker spaniel og var mjög hrifin af þessum tegundum. „Enski springer spaniel rakkinn sem sigraði var mjög fallegur. Hann er enn ungur og þar af leiðandi ekki fullþroskaður en virkilega fallegur fulltrúi tegundarinnar.“ Paula kvaðst ánægð með golden retriever en þó væru þeir misjafnir vegna þess að tegundin er mjög vinsæl og þar af leiðandi eru mismunandi tegundargerðir til staðar. Enskur cocker spaniel var að mati hennar frábær yfir heildina. „Ég var ótrúlega ánægð með þá. Besti hundur tegundar var virkilega fallegur, með frábæra topplínu og fallegt höfuð sem er sjaldséð í dag.“ Amerísku cocker spanielhundarnir voru