Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 24

Heildgæði cavalier góð Svein dæmdi eina af fjölmennustu tegundum sýningarinnar, cavalier king charles spaniel og var ánægður með heildargæðin. Pug voru af misjöfnum gæðum að hans mati. Hann kvaðst hins vegar ánægður með besta hund tegundar í shih tzu sem honum fannst vera góður fulltrúi tegundarinnar. Chinese crested voru í góðum hlutföllum og með fallegar hreyfingar en þó vantaði upp á mýkt húðarinnar. „Þetta virðist vera vandamál alls staðar, bæði hér og erlendis. Ræktendur ná ekki að rækta fram réttu húðgerðina og þar vantar upp á mýktina.“ Íslenski fjárhundurinn kom á óvart Íslenski þjóðarhundurinn var dæmdur af Svein sem sagði gæði Tegundahópur 7: 1. sæti Bendishunda Funi Vorsteh, snögghærður Eigandi: Einar Páll Garðarsson / Sigríður Oddný Hrólfsdóttir Ræktandi: Einar Páll Garðarsson / Sigríður Oddný Hrólfsdóttir þeirra hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Ég dæmdi marga mjög fallega hunda og gæðin voru mjög góð. Þeir voru af góðri tegundargerð og hreyfðu sig vel. Ég hef ekki séð þessi gæði í öðrum löndum.“ Hann var mjög ánægður með besta hund tegundar sem sigraði tegundahóp 5 og varð í 3. sæti í úrslitum um besta hund sýningar. Svein var þó ekki jafn hrifinn af pomeranian og var enginn sem hreif hann sérstaklega. „Því miður voru gæðin ekki nógu mikil.“ Svein kvaðst mjög hrifinn af siberian husky, þó hann hefði ekki dæmt tegundina, og sagði að greinilega væru margir góðir einstaklingar innan tegundarinnar hér á landi. Hann dæmdi úrslit um besta hvolp sýningar í yngri flokki en fyrri daginn sigraði siberian husky hvolpur sem hann var mjög hrifinn af og þann seinni varð amerísk cocker spaniel-tík hlutskörpust. „Mjög falleg tík með rétta topplínu og fallegar hreyfingar.“ Svein sagðist engin ráð hafa fyrir okkur. „Allt er frábært hérna. Ég var mjög ánægður með andrúmsloftið á sýningunni og fannst gaman að sjá allt fólkið sem horfði á úrslit sýningarinnar.“ Tegundahópur 9: 1. sæti Himna Simbi Chihuahua, snögghærður Eigandi: Svanhildur F. Jónasdóttir Ræktandi: Sigurbjörg Vignisdóttir Ánægð með labrador retriever Eeva Rautala frá Finnlandi dæmdi meðal annars labrador retriever, fjölmennustu tegund sýningarinnar en þess má geta að Eeva hefur ræktað tegundina í mörg ár. Hún var ánægð með gæði tegundarinnar í heild og þá hunda sem lentu í fyrstu sætum. Hún sagðist helst vilja ráðleggja labrador eigendum og sýnendum að kynna sér betur þær aðferðir sem notaðar væru við að sýna tegundina. Það ætti ekki að sýna allar tegundir eins og það hefðu greinilega verið margir sem ekki hefðu kunnað réttu handtökin. Að öðru leyti sagðist hún vera sátt við sýninguna í heild sinni. Snyrtingu ábótavant Hans Van den Berg dæmdi meðal annars schnauzer og sagðist vera ánægður með gæðin á hundunum. Ef það væri eitthvað sem hægt væri að benda á væri það snyrtingin á hundunum. Margir þeirra hefðu verið rakaðir að hluta, sem væri alrangt í þessari tegund. Hann hefur komið áður til Íslands til að dæma og sagðist alltaf fá Tegundahópur 10: 1. sæti C.I.B. ISCh Alphaville’s Stand By Me Afghanhound Eigandi: Sunníva Hrund Snorradóttir Ræktandi: Yvonne Ljungkvist & Tommy Karlsson 24 frábærar móttökur og vel væri hugsað um dómarana á meðan á dvöl þeirra stæði. Þetta hefði verið einstaklega skemmtileg helgi.