Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 23

Skipulag til fyrirmyndar Laurent Pichard frá Sviss var ánægður með skipulag sýningarinnar, dæmdi marga fallega hunda og sagðist hafa notið þess að vera hér. Hann var mjög hrifinn af sýnendunum hér á landi sem voru mjög góðir að hans mati. Einnig var hann ánægður með það að fólk tók dómum hans almennt mjög vel. Hann tók það sérstaklega fram að gæði weimaraner hefðu greinilega batnað síðan hann dæmdi hér síðast. „Ég dæmdi tegundina ekki að þessu sinni en í ræktunarhópnum sem ég sá í úrslitum voru virkilega fallegir einstaklingar.“ Hann dæmdi fjölmargar tegundir. Ein þeirra var siberian husky sem var ein fjölmennasta tegund sýningarinnar. Laurent var mjög ánægður með heildargæði tegundarinnar og sagði að fólk væri greinilega að vinna saman innan tegundarinnar, sem væri frábært. Laurent ræktar amerískan cocker spaniel og dæmdi tegundina hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. „Ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með tegundina en síðast þegar ég dæmdi þá hér á landi voru gæðin mun meiri.“ Golden retriever var af svipuðum gæðum og á flestum stöðum í heiminum. Hann sagði að alltaf væru einhver vandamál í svona Besti hvolpur sýningar sun. 4-6 mán 1. sæti Ixilandia Hrafnkatla Border terrier Eigandi: Jónína Sif Eyþórsdóttir Ræktandi: Jónína Sif Eyþórsdóttir fjölmennri og vinsælli tegund og að tegundargerðirnar væru þar af leiðandi margar. Whippet of stórir Hann dæmdi tvær af mjóhundategundunum, whippet og afghan hound og var hrifnari af þeirri síðarnefndu. „Whippet-hundarnir voru margir hverjir of stórir. Þeir eiga ekki að líta út eins og „litlir greyhound“. Afghan hound voru almennt af góðum gæðum og ég var sérstaklega hrifinn af ungu rauðu tíkinni sem varð besta tík tegundar.“ Aðeins einn leonberger var skráður á sýninguna og var Laurent mjög hrifinn af honum. „Þessi meistarahundur er virkilega fallegur og góður fulltrúi tegundarinnar. Hann er með mjög heilbrigðar hreyfingar og af góðri tegundargerð. Ég vona að það sé til falleg tík fyrir hann hér á landi. Ég verð að segja að það munaði litlu að hann sigraði tegundahópinn.“ Einn affenpincher var skráður og sagði Laurent hann vera af góðri tegundargerð og með fallegt höfuð. Án