Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 22

Á framtíðina fyrir sér! Briard-tíkin sem varð besti hundur tegundar náði að heilla Frank. „Hún er aðeins 15 mánaða og ég held að hún eigi eftir að vera sigursæl þegar hún fær meira sjálfstraust í hringnum.“ Hann var ekki jafn hrifinn af samoyed. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þá hunda sem ég dæmdi. Þeir voru of lágfættir og þungir. Samt sem áður held ég að tíkin úr ungliðaflokki eigi eftir að þroskast vel og eiga góða framtíð.“ Stórglæsilegur corgi Besti hundur tegundar í bulldog var í góðu formi að sögn Frank og hreyfði sig vel. „Öldungurinn var einnig mjög fallegur. Af mjög góðri tegundargerð, með fallegt höfuð og með góðan afturpart.“ Frank var mjög hrifinn af besta hundi tegundar í corgi sem sigraði tegundahóp 1. „Stórglæsilegur hundur sem var af fullkominni tegundargerð og miklum gæðum.“ C.I.B. ISCh Anyka Bootylicious Babe Siberian husky Eigandi: Örn Eiríksson Ræktandi: Mrs S Baker Úrslit sýningar Frank dæmdi keppnina um besta ræktunarhóp dagsins og sagðist hafa verið sérlega hrifinn af tveimur hópum. „Ég var mjög hrifinn af vorsteh-hópnum og afghan hound-hópnum sem hefðu báðir getað unnið. Ég vil óska ræktendum þessara hópa til hamingju.“ Í úrslitum tegundahóps 1 sagði Frank corgi-hundinn verðugan sigurvegara. „Ég hélt að briard-tíkin yrði honum „ógn“ en með meiri reynslu og sjálfstrausti mun hún veita öðrum hundum harða keppni.“ Frank sagðist einnig hafa verið hrifinn af schäfer-hundinum. Öldungarnir voru margir hverjir í frábæru líkamlegu ástandi að sögn Frank sem fannst einkar gaman að dæma þá. „Öldungarnir eru stolt eigenda sinna. Ég valdi sex frábæra öldunga úr hópnum og var mjög hrifinn af þeim öllum.“ Frábærir ungir sýnendur Frank dæmdi yngri og eldri flokk ungra sýnenda og var mjög ánægður Besti hvolpur sýningar lau. 4-6 mán 1. sæti Amazing Gold Hamingju Perla - Golden retriever Eigandi: Kristjana Jónsdóttir Ræktandi: Kristjana Jónsdóttir með heildina og sagði hann að Ísland „ræktaði“ greinilega fallegar, ungar stúlkur sem væru frábærir sýnendur. Frank sagði að góður ungur sýnandi ætti að vera yfirvegaður og náttúrulegur. „Maður á helst aldrei að taka eftir góðum sýnanda, hundurinn á alltaf að vera aðalatriðið.“ Hann var mjög hrifinn af stúlkunni sem sigraði yngri flokkinn en hún sýndi chow chow af mikilli færni. „Í eldri flokki valdi ég fjóra sýnendur sem allir hefðu getað sigrað. Það voru einungis örlítil smáatriði sem gerðu útslagið. Ég myndi treysta þeim öllum fyrir mínum eigin hundum, það er ekki spurning!“ Nýtt blóð nauðsynlegt Aðspurður um ráð fyrir íslenska hundamenningu sagði Frank að við þyrftum nýtt blóð í sumum tegundum til að ná fram hinni réttu tegundargerð. Það myndi hjálpa stofninum og genafjölbreytileikanum. „Farið til útlanda og horfið á tegundina ykkar í harðri samkeppni þar sem margir hundar eru skráðir til leiks og skoðið sérstaklega hina réttu tegundargerð.“ 22 Besti hvolpur sýningar lau. 6-9 mán 1. sæti Eldhuga Driving Miss Daisy Amerískur cocker spaniel Eigandi: Dace Liepina Ræktandi: Bryndís Pétursdóttir