Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 12

Handfóstrun hvolpa viku er hæfilegt að lækka hitann niður í 27°C og fyrir 4-8 vikna gamla hvolpa er Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Aron Örn Þrastarson nægjanlegt að hitinn sé 20°C. Ef nokkrir Það geta verið margar ástæður fyrir því að ræktandi þarf að grípa inn í fóðrun og umönnun mjög ungra hvolpa, til dæmis að tíkin hafi dáið, hún framleiðir ekki mjólk eða hún hafni einum eða fleiri hvolpum. Einnig þarf að hjálpa til ef gotið er mjög stórt eða ef hvolpur er á einhvern hátt ekki hæfur til að taka þátt í bardaga lífsins um að komast á góðan spena. Sama hver ástæðan er þarf ræktandinn að vita að þetta er mjög tímafrekt og lýjandi starf en jafnframt mjög gefandi. Svo að vel takist til er mikilvægt að þekkja vel grunnþarfir mjög ungra hvolpa. Hér á eftir verður stiklað á því helsta varðandi fóðrun og umhirðu hvolpa sem ekki njóta umhyggju móður sinnar. Hlýtt umhverfi að minnka hitann niður í 28-29°C. Í þriðju rafmagnsteppi. Sama hvaða lausn er hvolpar eru saman er hugsanlega hægt