Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 8

og hinn fær að fara af stað. Þegar hundunum er klappað og leikið er við þá ætti ekki að leyfa þeim að ryðjast og troðast fram fyrir. Þetta kennir hundunum þolinmæði og hvetur til rólegrar hegðunar svo þeir þurfi ekki að keppa um athygli. Í leik er hægt að hafa mörg leikföng, ekki bara eitt, og hundarnir sitja til að fá dót en fá ekki að ryðjast. Þegar komið er heim til hundanna, eftir að þeir eru búnir að vera einir heima, er best að vera ekki með æsing og læti þó svo að þeir séu glaðir að hitta eigandann. Hundarnir læra að bíða rólegir einir heima og æsast ekki upp við það að heyra í lyklunum í skránni. Best er að heilsa þeim rólega. Ef hundarnir eru mjög æstir er gott að snúa baki við þeim og ganga frá þeim eða snúa bara við og fara út aftur. Ef alltaf eru læti þegar heim er komið er líka ágætt að heilsa þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir algörlega rólegir. Það ýtir undir rólega hegðun og yfirvegun. Gott er að ýta ekki undir æsing en æsingur veldur stressi sem getur svo valdið ósætti á milli hundanna og hegðunarvandamálum. Þegar annar hundurinn gerir eitthvað vel er gott að láta hinn hundinn sjá það og horfa á þegar hinum er hrósað en þannig lærir hann góðu hegðunina af hinum hundinum. Ef annar hundurinn hegðar sér illa í einhverjum aðstæðum, eða er hræddur, er gott að aðskilja þá og vinna í vandamálinu með hundinn einan. Vel er hægt að vinna í tveimur hundum í einu en aðeins þegar þeir eru alveg öruggir á því að gera það sem ætlast er til af þeim einum með eigandanum. Gott er að þjálfa þá í sitthvoru lagi fyrst og aðeins þannig er hægt að ætlast til þess að þeir geti gert það saman. Sumum gengur mjög vel að vera með tvo eða fleiri hunda en það er þegar allt er á hreinu um hver stjórnar. Öðrum gengur ekki eins vel og eru ekki eins lánsamir. Mjög óæskilegt er að láta hjá 8 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 líða að bregðast við ef hundum semur illa því það getur þróast út í alvarlega samskiptaörðugleika. Þess vegna þarf að taka strax á minniháttar árekstrum. Þegar hundur verður viðskila við sinn hóp getur hann orðið áhyggjufullur, óhamingjusamur og eyðileggjandi hegðun kemur til vegna einmanakenndar. Þegar tveir hundar eru saman eru minni líkur á að þetta gerist en það þarf þó að kenna hundum sem búa tveir saman að vera stundum einir heima án hvors annars. Hægt er að skilja hunda eftir eina heima í búrum en það er yfirleitt ekki lækning á vanlíðan hundsins. Að lokum Ekki er ráðlegt að fá sér hund eingöngu til að fá félagsskap fyrir annan hund. Maður verður að geta veitt hundum félagsskap en ekki láta þá um að sjá um það sjálfir. Ef fólk á erfitt með að finna tíma til að sinna einum hundi ætti það ekki að fá sér annan. Það þarf einnig að skoða hvernig hundinum líður með öðrum hundum, hvort honum líði vel með öðrum hundum yfir höfuð. Sumum hundum hentar hreinlega betur að vera einir. Það segir sig sjálft að hafi maður náð góðum árangri í þjálfun hunds verður mun auðveldara að þjálfa þann næsta. Því er gott að vera orðinn vanur og þjálfaður hundaeigandi áður en öðrum hundi er bætt við. Algengustu hundanöfnin Labrador retriever Dimma 30 Skuggi 29 Birta 20 Tinna 20 Freyja 17 Hekla 14 Neró 14 Tinni 14 Bjartur 13 Perla 13 Katla 12 Kolur 12 Krummi 12 Jökull 10 Nala 10 Rökkvi 10 Salka 10 Embla 9 Erró 9 Loki 9 Lukka 9 Nói 9 Nótt 9 Tara 9 Þoka 9 Íslenskur fjárhundur Kátur 18 Tryggur 17 Birta 16 Hekla 16 Freyja 13 Sámur 12 Týra 12 Vaskur 12 Gríma 11 Katla 11 Kolur 11 Salka 11 Spori 11 Táta 11 Bjartur 10 Snati 10 Snotra 10 Aska 9 Embla 9 Loki 9 Máni 9 Perla 9 Askur 8 Bangsi 8 Fróði 8 Lappi 8 Lukka 8 Bichon frise Birta Embla Perla Moli Bella Bjartur 8 7 7 6 4 4 Golden retriever Bjartur 4 Aþena 3 Hrói 3 Jasmin 3